Kári káti að pósa. Kári er kominn með endanlegt heimili!
Hann Galdra Kári er að leita sér að ábyrgum eiganda sem er gæddur þolinmæði og hefur gaman af hundum. Ennfremur að aðstaðan sé hundvæn á nýja heimilinu og tími sé fyrir hann. Kári er sprækur og skemmtilegur hundur sem þætti ekki verra að fá daglega hreyfingu,eitthvað meira en einn hring á svölum .
Kári í snyrtingu fyrir myndatökuna.
Kári setur það fram sem skilyrði að börn séu ekki á heimilinu því hann vill vera aðalnúmerið og þolir ekki mikla samkeppni frá þeirra hálfu.Hann vill frið fyrir litlum puttum semsagt . Kári er alveg gasalega flottur hundur með allskonar verðlaun og borða og ég veit bara ekki hvað. Set bara inn myndir af hans bikar og borðum ásamt bikar og borðum frá vinkonu hans henni Tinnu.
Kári og Tinna vinkona hans útí rokinu,þar fauk hárgreiðslan!
Kári býr í auganblikinu í Njarðvík hjá Tinnu vinkonu sinni og vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá þarf Kári á nýjum eiganda að halda. Hann verður 2 ára 16 Júlí í sumar þannig að um minnsta kosti 8-10 ára saming er um að ræða fyrir þann sem tekur Kára að sér.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.