Heimasíða Ásgarðs

27.04.2008 14:15

Afvelta og Gamla Hrauna bornar




Afvelta og hennar háfætta dóttir .

Mánudagur 21 Apríl.

Loksins bar hún Afvelta og fengum við eina gimbur undan henni háfætta og fallega Flankadóttur.
Það þykir víst fallegt að hafa fé háfætt en þarsem mér er mikið í mun að mínar ær standi í allar fjórar þá er ég himinánægð með þennan árangur .Kannski maður bara setji hana á þessa gimbur?
Reyndar sagði fjármálaráðgjafinn minn mér að setja bara allt á á vorin og enduskoða það svo í haust hehehehehe.......Þetta er BARA gaman .

Flottur með andlitsfríðri vinkonu á leið úr landi.

Fórum með hann Flott frá Víðihlíð í bæinn til Gunna og Krissu en hann er að fara til síns heima Svíþjóðar.
Sé svolítið eftir honum en hann er algjör tappi þegar að hann er að sína sig og monta fyrir utan hvað hann er glannalegur á litinn!Hann toppaði allt í stíunni innfrá af útflutningfolöldunum en mörg hver voru alveg bráðskemmtileg á litinn.

Lynghænuungar sólarhrings gamlir.

Við settum í tvær útungarvélar um daginn og í gær byrjuðu Lynghænu ungarnir að poppa í heiminn.Þeir eru agnarsmáir og ekki mikið stærri en Hunangsfluga.
Erum ávalt með eitthvað af fuglum til sölu.
Verð að setja í útungum egg undan íslensku Landnámshænunni því við fengum skrautlegann hana frá Norðurkoti og er hann fenginn til að fríska uppá stofninn hjá okkur.
Reyndar eru þær sjálfar afar duglega að liggja á og unga út sjálfar.Kannki maður bara spari rafmagnið og leyfi þeim það......

Í vikunni flokkað ég frá einar 11 merar og ormahreinsaði og setti niður á tún og baka þarsem þær vilja vera þegar að líður að köstun.
Skjóna mín er alveg að fara að kasta og yrði ég ekki hissa ef hún kæmi með folald fyrir mánaðarmótin.
Vona samt að hún bíði einsog hún getur því að það er kalt núna og grasið er stopp í bili.
En maður er mikið þakklátur fyrir þennan græna lit sem er kominn á öll tún og í lautir í úthagana.
Það léttir í manni lundina eftir þennan erfiða vetur.

26 Apríl Laugardagur.

Vorum búin að ákveða að taka okkur smá "frí"frá bústörfunum eða í svona 3-4 tíma.
Gáfum öllum mjög snemma en það skiptir nú svosem ekki máli þarsem allir eru yfirleitt með aðgang að heyi þannig að engum brá við.

Rukum svo uppá völl en þar átti að vera Bílasýning,málverk og ljósmyndasýningar,handverk og margt annað skemmtilegt sem fólk er að vinna við.
Auðvitað rak ég augun í tryllitæki sem ég er afar hrifin enda átti ég einn slíkann fyrir nokkrum árum.


Geggjað að keyra svona kaggann og kítla pinnann því þeir láta svo vel af stjórn.Usssss.......hvað er ég "gamla" konan að bulla um gamla tíma og kagga,þetta er liðið og hana nú!
En lengi lifir samt í gömlum glæðum og gaman að hugsa aftur í tímann .

Komum við á Mánagrundinni en þar var mót í gangi og smellti ég nokkrum myndum í norðangarranum af krökkunum en þau rúlluðu þetta áfram í hávaðroki á glæstum gæðingum!!!
Vó......ef maður hefði haft þennan hestakost undir rassinn í denn???
Issss......Funi gamli dugði nú samt alveg til að kenna mér hvernig hestur á ekki að vera hehehehehe......
Lærði hesta mest á hann því hann var oft svo óþekkur við mig,blessuð sé minning hans.

Við kíktum á Beggu og Odd í bakaleiðinni en hjá þeim voru stödd Valgerður og Hörður á Hrauni.

Drottning Hróksdóttir alveg að missa sig í vorfíling!

Begga er með og á ásamt pabba sínum tvö afkvæmi hans Hróks sem verið er að temja og koma þau bara ágætlega út það sem búið er að temja þau.
Bæði þæg og góð en Prinsinn er með stáltaugar og þolir allt en Drottningin er aðeins meira fiðrildi og svona meira dæmi fyrir vanari knapa.Hún verður hörkuhross í framtíðinni með þessu áframhaldi.

Valgerður og Hörður ásamt Hafliða komu í Ásgarð að taka út hjá mér gibbubúskapinn enda er hún Valgeðrur minn fjármálaráðgjafi .
Eftir kaffispjall fannst mér tímabært að fara út að huga að kindunum en hún Gamla Hrauna átti að fara að bera og sagði ég í gríni við Valgerði að hún væri að bíða eftir réttu ljósmóðurinni sinni til að taka á móti lömbunum.

Nú hvað skeði?
Gamla Hrauna var að bíða og sást í klaufir og snoppu þegar að við komum!
Nú einsog góðum fjármálaráðgjafa þá var ég rekinn ínní stíuna til að hjálpa kindinni.

Ég finn ekki hinn fótinn Valgeðrur!!!
Eitthvað var mín heldur feimin við þetta með augu allra hvílandi á mér þarna og það endaði með því að ég vældi svo mikið að Valgerður kom og reddaði þessu fyrir mig og Gömlu Hraunu.

Svona gerum við Ransý mín .Finnum hinn fótinn og.....

 togum við varlega í.......

Flankasonur fæddur!
Tveir Flankasynir fæddir!
Hún Gamla Hrauna gerði það nú ekki endasleppt því hún á tvo aðra lambhrúta í stíu hjá okkur sem hún bar í byrjun September síðastliðið haust!
 


 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 670
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591847
Samtals gestir: 59646
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 09:21:26