Heimasíða Ásgarðs

17.04.2008 00:36

Góð reiðhryssa til sölu


Lukka frá Höfnum IS 2001256990 er til sölu.

 Það var að detta inn gullfalleg hryssa á sölulistann,eðlisháreist og eigulegur gripur í alla staði.

Gæðagripur í allri umgengni,þæg í járningu,þæg uppá kerru,næst allstaðar úti,flugteymist í hendi,stendur kyrr þegar að stigið er í hnakkinn,fer ein frá húsi,brokkar og töltir,skeið óhreyft en er einhverstaðar á bakvið og er hryssan mjög taumlétt.

Fórum austur í gær með trippi fyrir Sabine og sóttum SSSól sem hún átti fyrir austan og fórum með hana að Árbakka til Huldu og Hinna.

SSSól er að fara í flug eftir nokkra daga til nýrra heimkynna og ætlar Sabine að byrja að temja hana.Aldrei er of seint farið af stað með tamningu á trippunum.

Þokki bróðir Skjónu minnar í Reiðholtinu.

 Hrossin litu afbragðsvel út í Reiðholtinu þrátt fyrir að þar ríki enn vetur en okkur brá við að keyra austur í allan þennan snjó!

Snót frá Ægissíðu III hennar Corinne .

 Ég svosem vissi af því að það væri ekki sama veðrið þar og hér heima í Ásgarðinum og hafði vit á því að taka með mér stígvél til að geta öslað í bleytunni þar en þá var bara snjór yfir öllu og hrossin öll í rúllu eins langt og hægt var að fara eftir þeim.

 Sem betur fer dugði að hrista plastpoka og  kalla í þau en brauð þekkja þau flest.

 Hebbi var á strigaskóm og var ég bara hreint út sagt hissa á því að hann hefði ekki skellt sér í stuttbuxur líka hehehehehe......

Bjartsýnir þessir kallar stundum .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535980
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:42:03