
Lukka frá Höfnum IS 2001256990 er til sölu.
Það var að detta inn gullfalleg hryssa á sölulistann,eðlisháreist og eigulegur gripur í alla staði.
Gæðagripur í allri umgengni,þæg í járningu,þæg uppá kerru,næst allstaðar úti,flugteymist í hendi,stendur kyrr þegar að stigið er í hnakkinn,fer ein frá húsi,brokkar og töltir,skeið óhreyft en er einhverstaðar á bakvið og er hryssan mjög taumlétt.

Fórum austur í gær með trippi fyrir Sabine og sóttum SSSól sem hún átti fyrir austan og fórum með hana að Árbakka til Huldu og Hinna.
SSSól er að fara í flug eftir nokkra daga til nýrra heimkynna og ætlar Sabine að byrja að temja hana.Aldrei er of seint farið af stað með tamningu á trippunum.

Þokki bróðir Skjónu minnar í Reiðholtinu.
Hrossin litu afbragðsvel út í Reiðholtinu þrátt fyrir að þar ríki enn vetur en okkur brá við að keyra austur í allan þennan snjó!

Snót frá Ægissíðu III hennar Corinne
.
Ég svosem vissi af því að það væri ekki sama veðrið þar og hér heima í Ásgarðinum og hafði vit á því að taka með mér stígvél til að geta öslað í bleytunni þar en þá var bara snjór yfir öllu og hrossin öll í rúllu eins langt og hægt var að fara eftir þeim.
Sem betur fer dugði að hrista plastpoka og kalla í þau en brauð þekkja þau flest.
Hebbi var á strigaskóm og var ég bara hreint út sagt hissa á því að hann hefði ekki skellt sér í stuttbuxur líka hehehehehe.....
.
Bjartsýnir þessir kallar stundum
.