Heimasíða Ásgarðs

31.03.2008 22:46

Ransý ólétt!


Skvetta Busludóttir Minkaveiðitík.

Eitt sinn var ég stödd á ónefndum bæ fyrir austan hjá kunningjum okkar.

Þar var verið að baka heilu staflana af vöfflum og kaffið rann í stríðum straumum úr stórri kaffivél á borðinu.

"Ransý sestu"gall við í húsmóðurinni og ég settist eldsnöggt niður á stól og svo hófst Vöffluát mikið og kaffidrykkja.

Eftir átið var okkur boðið í stofu að skoða uppstoppaða fugla sem þar voru upp um alla veggi hver öðrum skrautlegri.

Aftur gellur við í húsfreyjunni

"Ransý kyrr"!!!

Ég stóð hælana í botn í gólfteppið og þorði mig ekki að hreyfa!

Var ég kannski við það að stíga ofaná einn af fuglunum flottu???

Enn gellur í húsfreyjunni og nú með skipandi röddu

"Ransý leggstu"!

Þá var mér nóg boðið og óhlýðnaðist ég húsfreyjunni og viti menn! Hún leit ekki á mig!

Heldur fyrir aftan mig......... en þar lá hundspott sem húsfreyjan á bænum hafði fengið hjá mér og nefnt í höfuðið á mér hehehehehehehe.................:)

Hún Ransý Skvettudóttir er ólétt og komin á steypirinn.

Ekki er hún fyrsta tíkin sem nefnd er í höfuðið á mér,líklega fjórða ef ég man rétt.

Ransý kom í pössun til okkar og þótti mér hún ansi vel holdug tíkin og ekki batnaði það eftir því sem á vist hennar leið hér.

Ég þorði ekki öðru en að hringja í eigendur hennar og láta þá vita svo hægt væri að sækja hana fljótlega áður en hvolparnir litu dagsins ljós.Ekki gott að flytja tík langar leiðir í bíl nýgotna.

Ransý og Skvetta að keppast um athyglina hjá Hebba ......

Ransý átti að verða minkaveiðitík í sinni sveit en það æxlaðist á annan hátt og er hún yfirmúsadráparinn á bænum og nokkuð lunkin við það.

Þess á milli er hún yndisleg heimilistík og lætur stjana við sig.

Það var ansi erfitt að ætla að stilla mæðgunum upp!

Skvetta með Buslu mömmu.

Busla er öll að verða betri og betri í fætinum sínum sem brotnaði fyrir nálægt tveimur árum.

Hún stígur alltaf meir og meir í hann þrátt fyrir að brotið grói ekki almennilega en hún kveinkar sér ekki og flýgur áfram á 3 og 1/2 fæti ef svo má að orði komast.

Hennar aðal"sjúkraþjálfari" er Súsý litla dóttir hennar sem þreytist aldrei á því að hamast í mömmu gömlu.

Ég var að reyna að ná myndum af öllum tíkunum en það mistókst alveg að ná myndum af Súsý og Tobbu Önnu sem eru vægast sagt offvirkar og allar myndir af þeim eru úr fókus þ.e.a.s ef að skott lenti inná eða trýni!

Þetta er ungt og leikur sér:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 670
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591847
Samtals gestir: 59646
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 09:21:26