Nú er ég laglega farin að dragast afturúr með bloggið.Það vantar ekki fréttirnar héðan það get ég sagt ykkur.
Sýningarfolöldin voru tekin undan merunum þann 29 Mars og rökuð.
Fyrir valinu í ár eru þau Embla Hróks,Herfring Hrók og Veðjar Dímonarsonur.
Auðvitað var gestagangur í meira lagi þennan dag og er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þá sem koma færandi hendi með vín og súkkulaði enda erum við Ásgarðshjónin annálaðar fyllibyttur.
Eða þannig.....
Takk fyrir Sibba og Siggi
.
En aftur að folöldunum sem voru misjafnlega stillt og þá er nú vægt til orða tekið.Ég var farin að halda á tímabili að Veðjar væri undan Hrók mínum sem gefur vanalega algerar dúllur.

Hann stóð einsog klettur á meðan Boggi renndi klippunum fimum höndum yfir skrokkinn á honum þ.e.a.s eftir að við vorum búin að skipta um kamb í klippunum!
Feldurinn á þessu folaldi var svo gríðarlega þykkur við búkinn og vindhárin svo löng að venjulegur kambur vann ekki á honum!
Svo sá Eygló um fíneseringuna enda afar nákvæm manneskja þar á ferð
.
Veðjar er orðinn gríðarlega stór en holdin mættu vera betri á honum.Nú leggur maður allt kapp á að koma honum í viðunandi sýningarhold og vonandi tekst það á þessum tveimur vikum sem er í folaldasýninguna hjá Mána.
Embla var svo næst tekin og skoppaði hún uppí stallinn ítrekað og lét öllum illum látum
.Grenjaði alveg ógurlega þegar að hún sá stóðið útum gluggann og urðum við að byrgja fyrir gluggana svo þau sæu ekki út.
Hún kom voðalega flott undan feldi,feit og pattaraleg þrátt fyrir að mamma hennar sé orðin 18 vetra og enn að mjólka.Dugleg hún Heilladís frá Galtanesi.
Hefring var engu betri og geðið alveg að fara með hana á köflum.Hún er svakakroppur,stór og stæðileg og gaman að sjá hvernig litförótti liturinn kom undan eftir rakvélina.
Systurnar voru semsagt á köflum svo frískar að mér stóð stundum ekki á sama um yfirklipparann og snyrtisérfræðinginn sem stóiðu sig einsog hetjur í öllum látunum
.
Takk æðislega fyrir raksturinn Boggi og Eygló,við hefðum engann veginn ráðið við þetta gigtveiku hjónakornin
.
Bara snilld.