
Gleðilega Páska
.
Við skelltum okkur austur í gær á Ungfolasýninguna í Ölfushöll en þar þekktum við bræður,ljósa að lit sem voru að fara að keppa í sitthvorum flokknum.

Glófaxi og Sigrún (Silla)
Það voru þeir Glófaxi Parkerson frá Kópavogi og bróðir hans sammæðra Völusteinn Álfasteinsson frá Kópavogi.
Þarna voru saman komnir margir afar áhugaverðir ungfolar og margt um mannin að berja þá augum þrátt fyrir litla auglýsingu á netmiðlunumsíðustu dagana fyrir sýningu.
Sá sem heillaði mig hvað mest voru þeir Glófaxi vinur minn og foli rauðskjóttur að lit sem heitir Vals frá Efra Seli og er Álfssonur.
Að öllum hinum ólöstuðum en þarna voru margir mjög svo spennandi folar á ferð.

Silla þurfti lítið að hlaupa því Glófaxi sá sjálfur um að sýna sig
.

Vóv......róa sig! Það liggur við að hann þurfi lendingarleyfi svo hátt fer hann
.
Það er skemmst frá því að segja að Glófaxi Parkerson heillaði salinn algjörlega með sínu flotta brokki en hann hreinlega sveif um salinn líkt og ballerína væri á ferð.Skreflangur með góðum fótaburði og miklu svifi.
Hann fékk mjög góða umsögn hjá Magga Lár og mesta klappið frá áhorfendum.
Það fór hrifingarstuna um áhorfendapalla og fékk ég gæsahúð á tímabili þegar að ég var að mynda klárinn svífa um salinn.

Silla að bíða spennt eftir því í hvaða sæti folinn færi í
.....pínu stress að ég held hjá hennar fjölskyldu á þessari stundu!
Það endaði líka með því að hann náði öðru sæti af 15 ungfolum í 3 vetra flokknum!
Þar sem ég þykist "eiga"nokkur strá í folanum eftir að gæta hans í tvo vetur nú í vor þá verð ég bara að segja fáein aukaorð um hann hér.
Aðallega verð ég að koma því frá mér að geðslagið er með því besta sem ég hef kynnst hjá hrossi og hef ég notað Glófaxa óspart til að teyma á undan folöldum sem eru að fara annahvort í flug eða í sumahagana eftir vetrardvöl hjá okkur.
Þannig er því háttað hjá okkur að stundum er hreinlega ófært að fara með kerru bakatil í hesthúsið og þá er engin önnur leið en að bakka hestakerrunum að framanverðu við innganginn að kanínuhúsinu.
Þarsem kanínurnar geta verið ansi styggar og viðkvæmar þá má lítið útaf bera til að salurinn verði hreinlega vitlaus og þá tætast þær í hringi í búrununm sínum og það hefur komið fyrir að þær hafa mænuslitnað í látunum og þá er ekkert annað hægt að gera en að aflífa þær.
En þar sem Glófaxi er svo traustur í lund þá hef ég haft þann háttinn á að teyma hann í gengum salinn með halarófur af folöldum á eftir og stundum hross eldri en hann og beint uppá hestakerruna,sný við þar þegar að halarófan er komin uppá og út og loka svo rófan elti nú ekki aftur út.
Aldrei nokkurn tímann klikkar folinn á þessu og er alltaf í sama ljúfa skapinu sama hvernig aðstæður eru.Aldrei dagamunur á honum.
Glófaxi er alltaf til í að fara á undan hóp og er mjög kjarkaður við nýjar aðstæður.
Í vetur voru veðurguðirnir alltaf að skapa ný og ný listaverk í formi stærðarinnar skafla hér og þurfti ég oft að nota annahvort Glófaxa eða Hrók til að brjótast í gegnum þá og þá þorðu hin á eftir sem annars var vonlaust að hreyfa í átt að sköflunum.
Þetta er stór kostur að vita að hrossið er nógu kjarkað til að þora áfram og á svona hross er hægt að stóla á.
Enda var Glófaxi ekkert feiminn við að fara allann salinn á enda og sýna sig
.
Ég var svo heppin að hitta Monu og hún sýndi mér nokkuð góða stillingu á vélina sem dugaði án þess að lappirnar á hrossunum sýndust vera úr sýrópi!
Gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk sem á vegi mínum varð
.
Gleðilega Páska öllsömul og sukkum svolítið í súkkulaðinu
.
Ég "neyðist" víst til þess því kallinn keypti sitt hvort eggið númer 7!