Heimasíða Ásgarðs

16.03.2008 11:46

Askur Stígandasonur í nám á Hólum


Askur tekinn á hús í gær og nú hefst vinnan .

Smá blogg áður en  við förum í stóru sveitina.
Get ekki skilið ykkur eftir eitt stórt spurningarmerki um hvað sé að ske hér í Ásgarðinum öllu lengur.

Askur Stígandasonur er á leiðinni á Hóla í Hjaltadal en þar er hann að fara í tamingu hjá ungum tamningarmanni og verður spennandi að sjá hvernig yngsta og síðasta afkæmi Stíganda gamla þróast.
Stígandi fyljaði bara eina hryssu síðasta sumarið sitt og var svo felldur um haustið blessaður kallinn.

Klárinn hefur alveg sprugnið út og hættur að vera svona trippalegur í útliti.
Farinn að líkjast alvöru stóðhesti í byggingu og fasi.

Högni tók hann með stæl í gær og járnaði kappann,það stóð  ekkert í honum að járna klárinn þótt aldrei hafi verið teknir upp á honum fæturnir áður!

Enda skalf hesthúsið og brast í því af og til og svo datt allt á dúnalogn og á endanum var Askurinn kominn á járn og labbaði einsog hundur í sokkum með mér útá hestkerru hehehehehehe............Bara fyndið að sjá trippin taka fyrstu skrefin í nýjum skóm!

Er farin norður en ekki niður elskurnar mínar.
Tek auðvitað cameruna og tek myndir af ÖLLU sem á vegi mínum verður!
Knús til ykkar og njótið veðurblíðunnar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15