Heimasíða Ásgarðs

12.03.2008 20:01

Frábært veður......loksins:)


Mín skellti sér á hestbak í dag og var nú veðrið til þess! Algjört logn og hlýtt og meira að segja flugur á sveimi!

Ég lagði á Hrók,hva........maður fer nú ekki á bak öðru þessa dagana hehehehehe.............enda hin reiðhrossin á kafi í rúllum.Þar verður breyting á ef veðrið ætlar að fara að vera svona flott!

En þarsem einhver(jir) voru að kvarta yfir því að það væru ekki til myndir af Hrók í reið þá skellti ég kallinum á cameruna og viti menn!Hann náði þessum fínu myndum af okkur þegar að við komum til baka.

Þannig að nú kem ég til með að nota hann óspart þegar að ég get ekki verið sjálf myndasmiðurinn.

Eina sem ég get sett út á myndirnar er hve knapinn er mikill um sig!Hmmmm..........nú verður maður sko að fara að taka sig á í mataræðinu ENN BETUR!

Annars hef ég alveg gleymt að blogga um það sem við hjónin vorum að uppgötva nokkrum mánuðum eftir að við keyptum Salad Master pottna.Kallinn þjáðist af svo slæmu bakflæði að hann svaf stundum varla nokkuð á nóttunni og bruddi tölfur og þurfti að sofa nánast sitjandi.

Nú"eftir að við höfum eingöngu eldað úr fínu flottu pottunum þá kom það skemmtlega í ljós að bakflæðið er algjörlega horfið!!!!!

Við þökkum það pottunum og engu öðru enda ekkert annað sem hefur í raun breyst á heimilinu nema pottarnir góðu.

Vantar einhvern Aliendur til kaups á fæti?

Þær eru alveg gasalega flottar bara ef þær hafa tjörn fjarri bænum til að sulla í,þá er gaman af þeim.

Annars eru þær bölvaðir sóðar .

Ég klikkaði laglega seinnipartinn í dag með cameruna,ég æddi hér hólf úr hólfi og tók myndir en minniskortið var heima við tölvuna .
Mér finnst nefnilega skemmtilegra að nota nýjar myndir á bloggið mitt.
Knús til ykkar þar til næst .......

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 536932
Samtals gestir: 57171
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 05:40:43