Fór á ístöltið og skemmti mér lengi vel "konunglega" við að stilla cameruna.Eða þannig............Ég ætlaði sko að ná einhverjum myndum af Suðurnesjagellunum þeim Ólöfu og Sunnu Siggu og rétt tókst að finna sæmilega stillingu þegar að þær riðu inná svellið.

Úppss.....nú skeit ég laglega á mig!Þetta er EKKI Ólöf og Glampi en flott par engu að síður!

Sunna Sigga og Meiður frá Miðsitju.
Þær voru auðvitað langflottastar á svellinu þó þær hafi ekki farið í úrslit í þetta skiptið.Alltaf gaman að vera með eða það segi ég alltaf.............gamli góði keppnisandinn frá því ég var á honum Funa mínum að fylla í flokka hjá Mána í den þegar að allir voru svo feimnir að þeir þorðu eki inná völinn hehehehehe......................Blessuð sé minningin hans Funa gamla:)
Á ísnum voru líklega ein 4 hross sem heilluðu mig og af þeim stóð eitt sérstaklega uppúr en það var gullfallegur leirljós hestur undan honum Oddi frá Selfossi.

Efstu dömurnar í meira vanar og sá leirljósi Skattur Oddson og þarna er líka flott brúnskjótt meri sem heillaði mig líka
........
Alveg magnað að horfa uppá þennan klár svona fjaðrandi fallegan á tölti,allt svo átakalaust bæði hjá hesti og knapa.
Svo beið maður náttúrulega spenntur eftir því að sjá aðra knapa sem maður þekkir og þá einna helst kennarann minn hana Sigrúnu Sigurðar og vita hvort hún gæti setið einsog hún er að kenna okkur dömunum á Laugardagsmorgnunum í vetur
.
Vita hvort maður næði nú ekki að nappa hana þó það væri ekki nema pínku ponsu hehehehehe................og skjóta svo á hana í næsta tíma
!
EN VITI MENN OG KONUR.................Sigrún reið inní salinn,hnarreist í hnakknum og allt einsog það átti að vera!
Bein í baki með þumlana upp!
Þar fór það................ég verð bara að læra þetta með þumlana upp og get ekkert skotið á kennarann í næsta tíma
.
Sigrún og hryssan svifu um svellið í feikna dansi og ekki eitt einasta sekúndubrot af allri sýningunni klikkaði.
Glæsilegt segi ég nú bara.................
.
EN þegar að ég verð stór,þá ætla ég að sitja einsog Sigrún Sigurðar.............
.
Í dag sá ég að Biskup var í einhverjum vandræðum með hross sem elti hann á röndum og beit hann og barði.Ekki líkt klárnum að verja sig ekki þannig að ég tók upp kíkinn og sá fljótlega hvað var að ske.
Feilstjarna var í bullandi látum og hékk í hálsinum á honum og nagaði hann og setti stertinn upp og stillti sér á alla kanta og gerði allt hvað hún gat til að koma honum til við sig.Beit,sló og barði svo þegar að hann rölti frá henni án þess að sýna nokkurn áhuga.
Svo allt í einu ruku trippin af stað á eftir þeim og úr urðu þessar líka flottu kappreiðar sem ég náði að mynda!

Frá vinstri,Feilstjarna,Biskup,Stóra Baga,Sóley,Vordís og Freyja.

Biskupinn alveg að springa úr monti,gamli skápurinn á bænum
.

Feilstjarna að flippa..................

Stóra Baga flaug á hliðina í öllum látunum......
!
Þartil næst elskurnar mínar,farið varlega
.