Heimasíða Ásgarðs

08.03.2008 15:07

Hani ,hæna ,hestur ,kind..........

Fengum okkur bíltúr í fyrradag inn á Mánagrund og kíktum á Rjúpuna.Var ekki verið að járna dömuna!

Hún var nú kannski ekkert voðalega dömuleg við hann Högna en þetta var önnur járningin hjá henni á lífsævinni og nú skildi hún sko ekki ætla að láta plata sig aftur í svona æfingar.
En þarna hitti Rjúpa járningarmann sem kallar ekki allt ömmu sína og merin endaði á hvolfi á ganginum:)

Þarmeð tappaðist mesta loftið af henni.

Hún var svooooo..........þver í skapinu yfir þessu að hún gat varla þegið tuggu úr hendi!

Fæ ég ekki verðlaun?????

Veðrið er búið að leika við okkur síðustu dagana og við drifum í að klára að hreinsa Gróðuhús leifarnar þegar að snjórinn vék fyrir hlýjundunum og við sáum hvar glerbrotin voru.

Hrossin liggja einsog hráviði hér um alla hagana og steinsofa í snjónum.

Ég var að sækja lamb/gemsa sem ég átti í Grindavík í gær.

Forysta á daman að heita............

Algjör dúlla og flott á litinn:)Með sokka á öllum fótum en ég er voðalega viðkvæm þegar að kemur sokkum á hrossum ,kindum og jafnvel Hænum!

Nú veð ég úr einu í annað hehehehehe..........

Er að flýta mér að blogga áður en ég fer á Ístöltið!

Haninn á bænum..............

Þannig er að við erum búin að vera að rækta hinu einu sönnu Íslensku Landnámshænu að við héldum.

Skráðum okkur í félagið og allt hvað eina,hófum ræktun á þessum bráðskemmtilegu fuglum og einsog hver annar ræktandi þá ákváðum við að okkar ræktunarmarkmið og það er fyrst og fremst gott geðslag og að rækta betur fram Hænur og Hana með fiður á fótum,toppskúf og Rósakamb!

Flott skildi það vera og erum við búin að leggja mikinn metnað í þetta með flottu hanavali og alles.

Svo var okkur sagt það á einum Hænu Hana fundinum að þetta væri ekki hin eina sanna íslenska hæna!!!

Fiður á fótum væri ekki íslenskt fyrirbrigði og hana nú!

EN þarsem við erum með á þessu bloggi gott aðgengi að snilldar Hænu/Hana sérfræðingi þá ætla ég að spyrja hana Freyju um þetta mál með fiður á fótum.

Okkar fuglar komu upphaflega frá Skúla Steins og úr Mosfellssveitinni af gamla góða stofninum sem var endur vakinn úr eggjum sem safnað var hvaðanæva af landinu til að fyrirbyggja að íslenska Landnámshænan yrði útdauð!

Freyja" Er fiður á fótum á hænum/Hönum íslenskt fyrirbrigði eður ei???

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59