Heimasíða Ásgarðs

05.03.2008 23:16

Rjúpa,Lukka og Kapella teknar á hús


Vænting Hróks að spranga um í snjónum......

Feilstjarna Nökkvadóttir-Smárasonar (til sölu:)
Alveg stáltaugar í þessu þriggja vetra trippi! Og mjög skemmtileg í umgengni .

Freyja Prinsdóttir að montast um í snjónum......

Sleipnir hinn hárprúði og Sága hin sótrauða á harðaspretti.......


Hefring Hróks montprik.......

Það var aldeilis stuð á stóðinu síðastliðinn Mánudag en þá tókum við 3 hryssur úr hópnum sem var verið að taka á hús.

Rjúpa Hróks er komin til Eyglóar í áframhaldandi tamningu.

Rjúpa að skima eftir vinum sínum .........Hvar eru allir vinir mínir?
Ó.........hvað ég á bágt!

Það sem merin grenjaði þegar að hún var komin í gerðið og þekkti engann þar.Reyndar var Lukka vinkona hennar með en Lukka var komin heim og hin ánægðasta með það. Vorkenni henni Rjúpu ekki neitt,hún getur bara kynnst hinum hrossunum .

Fylgdi ekki stigi með henni Ransý mín ........?

Ertu komin heim Lukkan mín ......

Svo héldum við áfram inní Víðidalinn en hún Kapella var að fara þar í hesthús og dekur.

Kapella frá Katanesi komin í kerruna .

Rosalega munar á hitastiginu enn og aftur á milli Suðurnesja og Reykjavíkur!!! Brrrrrr......ég hélt að við bæði frysum í hel!

Vegalengdin er ekki nema rétt rúmir 60 km.

Við drifum okkur svo heim í hlýjuna en stoppuðum í Skíthoppara búllunni í Hafnarfirði og fengum okkur Skíthoppara bita og Skíthoppara hamborgara.Alltaf gott að fá svoleiðis einstaka sinnum:)

Veðrið er búið að vera frábært og ömurlegt til skiptis.

Það var ekki skemmtilegt veðrið í gær og ekki var það til að bæta daginn að vinur okkar hringdi í okkur og bað okkur um að flytja uppáhalds hestinn sinn fárveikann í snarhasti inní Reykjavík.

Því miður þá var það of seint,hesturinn var orðinn of veikur og lagstur niður og svo af honum dregið að það var ekkert annað í stöðunni en að linar þjáningar hans með aflífunar sprautu.

Það var agalega sorglegt að þurfa að horfa uppá bæði hrossið og eigandann við þessar aðstæður.

Og er það ekki alveg týpískt að þegar að svona skeður þá þurfa það alltaf að vera bestu hrossin sem fara!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15