
Von frá Einholti seld.

Blíða frá Víðihlíð að kveðja.
Þá eru 8 hrossum færra í Ásgarðinum.3 seld og 5 felld.
Það er alltaf leiðinlegt að láta ungviðið fara en það verður líka ánægjulegra og auðveldara að meðhöndla og temja það sem sett var á.
Hrímfaxi,Kvöldroði,Rán og Moldusonur voru felld ásamt tveimur í viðbót sem ekki eru í okkar eigu.
Von frá Einholti er á leið til Svíþjóðar á allra næstu dögum og Blíða frá Víðihlíð er seld ásamt jarpskjóttu folaldi frá sama bæ.
Eitt folaldanna hér á bæ tók sig til og át stertinn af honum Hróksa mínum!Kannski það hafi verið að mótmæla folaldaátinu í okkur?

Hrókur með styttur í taglinu.
Hrókur er ekkert voðalega flottur svona en sem betur fer þá lét folaldið stellið hans vera
.Taglið mun vaxa aftur og sem betur fer þá verður hann fljótt aftur kominn með sítt og fallegt tagl eða það ætla ég að hugga mig við.
Það gengur svakalega vel á námskeiðinu og mikið stuð á okkur stelpunum:)
Einstaka vitleysu er maður nú samt að gera og eftir síðasta tíma er ég handviss að ég kem ekki til með að ríða Dívu prógrammið á næstu árum:)
Hrókur gerir allt sem ég bið hann um og er það ekki við klárinn að sakast ef einkunnirnar verða ekki í lagi!
Ég get sjálfri mér um kennt ef illa fer:)
En svona má maður ekki hugsa!
Fyrsta prófið er að skella á og er það sem betur fer skriflegt.Smá skrekkur í manni en það sýnir bara að manni er ekki sama hvernig fer:)
Nú er búið að rigna eldi og brennistein síðustu daga og ekki er gaman að taka hestamyndir í þessu veðri.
Ég heimsótti stóðin í dag með Eygló og vorum við að skoða hrossin og auðvitað mynda þau í leiðinni.

Sokkadís alveg sprungin á því
.....

Gammur sendir mér auga
Er ekki flassarinn mættur!
Miklu skemmtilegra þegar að kalt og stillt er en Gammur gamli sem vinkona mín á er orðinn vægast sagt hvekktur á þessari glampandi kellingu sem æðir um allt og hrekkur glampi öðru hverju úr hausnum á henni! Skrítinn haus á þessari kellu
.
Enn hef ég ekki gefið mér almennilegann tíma í að handleika nýju cameruna.Þori varla að taka hana upp eða gera nokkurn skapaðann hlut
.
Ætla að skrá mig á námskeið strax á morgun í Keflavík.
Þetta verður líkt og að fara yfir á Bens af Trabant!Gamla cameran er samt mjög góð og verður áfram í vasa mínum.
Eitt finnst mér samt alveg frábært.Hebbi á gamla Canon myndavél og smellpassar flassið af henni á nýju vélina!Held meira að segja að kallinn eigi tvö svona flöss.Þá má nú Gammur fara að sofa með opin augun hehehehehehe.......

Súsý að æfa framtíðarvinnuna sína.
Súsý litla fékk að æfa sig með dauðann Mink um daginn.Sú var dugleg að hrista hann og tæta þrátt fyrir að hann vigtaði næstum helminginn af henn sjálfri:)
Sú á nú samt eftir að góla þegar að hún lendir með trýnið í fyrsta Minknum sínum hehehehehe.......
Annaðhvort gugnar hún eða herðist við það.Í 99% tilvikum þá herðast bara hundarnir en passa betur uppá trýnið sitt:)

Súsý sér alfarið um daglegt erobik fyrir Buslu móður sína.
Tuskast alveg óspart í gömlu en sú gamla hefur nú lúmskt gaman af hvolpinum sínum
.