Heimasíða Ásgarðs

14.02.2008 14:33

Loksins logn og blíða


Listaverk veðurguðanna.

Loksins kom langþráð blíða með stillulogni.

Ég var ekki lengi að drífa mig út og fá mér göngutúr til hrossanna á bænum og vita hvernig allir hefðu það eftir fárvirðið sem gekk hér yfir um daginn.

Sága Hróks og Gammur að svala þorstanum.

Allir voru sælir og ánægðir með lífið og tilveruna.

Það kom meira að segja smá vorfílingur í mann þegar að ég heyrði Mávana garga!Hlakkar ekkert smá til vorsins:)

Veðjar Dímonarsonur þyrstur eftir tugguna.

En enn voru skaflar hér um allt himinháir og bíð ég spennt eftir því að þeir bráðni svo ég komi folöldunum í stóra hesthúsið úteftir en það er erfitt að hafa þau í heimahesthúsinu hjá hinum.
Það þýðir ekkert að hafa þau saman í stíunni því það verða bara slagsmál útúr því.

Úpppsss........verð að hætta þessu bulli og koma mér að verki hið snarasta!

Ná saman stóðinu og taka aðeins til í því.

Vorum að kaupa áburð og hnífurinn var kominn á loft þegar að við sáum hvað við borgum fyrir hann í ár miðað við í fyrra!

Það sem við greiddum fyrir 11 sekki í fyrra fáum við ekki nema 6 sekki í ár!

Þannig að ekki þýðir að láta lifa það sem ekki kemur til með að borga fyrir tugguna sína.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Ég ætla ekki að standa uppi með með x hross næsta haust og x rúllur og vera á taugum.Það er ekki minn stíll.

Viðbót fyrir Freyju að skoða og líka okkur hin .


Móli Hróksson.Mynd Sabine Sebald.

Mynd eftir Sabine Sebald http://www.hestamyndir.com/index.html

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1334
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537714
Samtals gestir: 57197
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:32:11