Það var stuð í gær þegar að allt stóðið kom heim í hesthús og ég ein að reyna að ná 3 folöldum undan mæðrum sínum. Ekki nema brot af hrossunum komust inní hesthúsið en ég var svo heppin að folöldin sem ég vildi ná komu öll inn í rólegheitum og var þetta minna en ekkert mál. Kátína Röskdóttir-Illingsonar. Skondin á litinn stelpan .
Kátína,Klökk og Týr voru þau sem fyrst eru tekin undan hér í Ásgarðinum og eru þau öll mjög væn að vexti en stærst er hún Klökk af þeim. Klökk kunni sko alveg á brynningargæjuna . Þetta er gríðarlega vænt og myndarlegt folald og vonandi litförótt.
Enn er allt á kafi í snjó og erfitt að koma hestakerru að heimahesthúsinu til að flytja þessi 3 uppí stóru hesthús. Hebbi pikkfesti traktorinn með hestakerruna í skafli og varð ég að draga hann upp á Black Beauty sem munaði nú ekki um það:) Við verðum víst að taka gröfuna eina ferðina enn út og moka þessum skafli frá hesthúsinu svo folöldin komist nú í rétt hesthús.
Ég rak augun í frétt af hvalreka og haldiði ekki að þessi gríðarlega stóra skepna sé ekki í fjörunni okkar ..... http://www.vf.is/frettir/numer/34700/default.aspx Verð að fara niðureftir á morgun og festa flykkið á mynd og skella hér inn ef hann verður þarna ennþá. Líklega verður hann dreginn út á sjo og sprengdur upp því annars verður víst ólíft hér af fnyk næstu mánuðina.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.