Heimasíða Ásgarðs

05.02.2008 00:21

Salfisk á diskinn minn:)

Hrossin voru hissa í dag þegar að við komum á traktornum með kör af salti handa þeim.Ég ætlaði að salta Síld sem ég á en hætti við þegar að ég leit í karið og sá að það var hellingur af Saltfisk afskurði með.

Von Sleipnir og Freisting að smakka saltið.

Eldri hrossin voru samt fljót að átta sig á því að í karinu var eitthvað sem átti að smakka á.

Vá.....þetta smakkast alveg dýrlega! En fáum við ekki kartöflur og Hamsatólg með???

Ungviðinu þótti körin meira spennandi en innihaldið hehehehe.....

"Passaðu þig Felix"! Hefurðu ekki heyrt kellinguna tala um hve henni þyki gott saltað hrossaket og ekki verra af feitu!
Ætlarðu bara að detta ofaní karið eða.....?
Hugur var alveg að missa sig af æsing yfir körunum .

Það var snusað og potað í þau með litlu snoppunu og var ég hreinlega að gefast upp á því að taka mynd af þeim þegar að þau myndu uppgötva saltið ofaní körunum.

Embla að fá sér smakk....

En loksins tókst henni Emblu Hróks að koma hausnum utanaf karinu og koma því ofaní karið og þá varð hún meira en lítið hissa á innihaldinu.Þetta var ekki einsog venjulegu saltsteinarnir heldur margir,alveg ofsalega margir pínku ponsu steinar!

Eftir mikil rassaköst,slagsmál og hví þá misstu hrossin áhugann á körunum og fóru aftur í rúllurnar sínar.

Ég ætlaði að skella mér á hestbak í dag og gallaði mig upp.EN hætti við þegar að ég kom út,skítkalt og ROK!
Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki látið það stoppa mig af.

Dagurinn var því bara eins einfaldur og hægt var,skepnurnar fóðraðar og þrifið hjá þeim og sett sag undir þær:)

Við vorum komin inn óvenju snemma eða um 18:00.

Núna langar mig alveg svakalega í Bollur!!!!
Held ég hendist bara útí búð og kaupi nokkrar:)

Nokkrum tímum síðar...............

Vá"afhverju át ég svona margar bollur??? Púfff.....græðgin í manni alltaf:)

Farin í bælið gott fólk .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535644
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:19:19