Heimasíða Ásgarðs

02.02.2008 02:10

Hrókur og Suddi járnaðir


Útigjafadagur í dag í Ásgarðinum.Alltaf vinsælt þegar að hrossin sjá kalllinn og kellinguna koma á traktornum að gefa:)Frostið beit mann vel í kinnarnar í dag en við bitum þá bara á jaxlinn og unnum okkur bara til hita.


Fallegir rúllurassar......

Þegar að öll heimaverkin voru búin þá dreif ég þá Sudda og Hrók uppá kerruna,sóttum Beggu vinkonu í Garðinum því nú skildi láta járna gæðingana og fara æfingarrúnt í höllinni inná Mánagrund.

Millý,Sunna Sigga og Begga kátar.

Á meðan að Högni járnaði þá fórum við Begga smá hestahúsarúnt að sníkja okkur kaffi og hittum við hana Sunnu Siggu sem var búin að leggja á hryssuna sína Millý frá Feti.

Ekkert smá flott hryssa hjá stelpunni!OG hún kunni sko spánska sporið..........í kyrrstöðu .
Bara langflottastar þú og hryssan þín Sunna!

Eftir að Eymundur var svo vænn að gefa okkur heitann kaffisopa þá kíktum við á Högna og hrossin og auðvitað var drengurinn búinn að járna klárana fyrir okkur á alvöru skeifur með sköflum í.Þýðir víst ekkert að lemja hausnum í og bíða eftir að hláni.


Hróksi var nýbúinn að pissa á gólfið þarsem hann var bundinn og gat ekki hreyft sig úr pollinum .....
Voðalega aulalegur á svipinn hehehehehehehe........

Næst lögðum við Begga á og fórum niður í Höll að æfa allskonar trix og snúninga og ég veit bara ekki hvað.

Kemur ekki Högni einsog hendi væri veifað að aðstoða okkur dömurnar og lét ljós sitt svo óspart skína að flúorperurnar í loftinu hreinlega roðnuðu af skömm yfir sínum auma geisla:)

Lónseraði okkur dömurnar á Hrók,hægri vinstri og ég veit ekki hvað!

En takk æðislega fyrir hjálpina Högni minn:)Bara gaman hjá okkur Beggu:)

Begga og Suddi alveg suddaleg .

Ég og Hrókur í gömlu höllinni hjá Mána.

Er að rjúka á námskeið í fyrramálið inní Víðidal! Verð að fara að sofa smá í minn vitlausa haus:)
Þartil næst,knús og kossar frá mér:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 507
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535668
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:45:35