Það er komin svo löng runa af commentum að ég verð að blogga áður en commenta dálkurinn springur:)
Ég æddi út í gær í bítandi frosti með cameruna og tók myndir af nýju merunum tveim.Þær eru alveg yndislegar að hafa í stóði og láta einsog þær hafi alltaf verið hér.
Ekkert vesen eða slagsmál við hin hrossin og þau góð við nýju hryssurnar.

Dimma Kraflarsdóttir.

Dimma að fá sér tugguna í kuldanum.

Melódía Sokkadóttir (Sokki Kolkuósi)
Folalda tamningar standa hér yfir á fullu og er voðalega gaman hjá mér í hesthúsinu síðan að Hrímfaxi kallinn fór útí rúllu.Alveg logn í hesthúsinu og hin folöldin mun rólegri enda enginn Hrímfaxi stöðugt að æpa "Úlfur úlfur að koma að gleypa okkur"þegar að ég birtist í húsinu.
Flottur Trymbilssonur er alveg kominn og má ég fara að hætta að vinna mikið meir í honum áður en hann verður að algjörum dekurdreng sem heimtar klapp við hvert tækifæri.Allt er gott í hófi.

Blíða að læra að vera bundin við stall.
Systir hans hún Blíða Trymbilsdóttir er alveg frábær en enn soldið kítlin við mig.Finnst burstinn voðalegt tæki en lætur sig þó hafa það:)Algjör dúllan og bráðhuggulegt folald.

Blíða er til sölu:
Var nú búin að setja ættina að henni hérna neðar en hún er undan Trymbil frá Akurey 2 sem er sonur Rósinkrans frá Álfhólum sem er undan Þokka frá Bjarnarnesi.
Móðir Blíðu er Lísa frá Þórunúpi sem er undan Stíg frá Kjartansstöðum sem er undan Náttfara frá Ytra Dalsgerði.
Blíða er fallega byggt alhliða gengt folald.Hennar litur sést nú ekki alveg í vetrafeldinum en hún er leirljós blesótt.
Verðið á Blíðu er 60.000-
Það er laust pláss fyrir hana hér í Ásgarðinum til 1 Júni gegn gjaldi.Hafið samband í herbertp@simnet.is eða í Gsm 869-8192.

Stella að tala við "ömmubörnin" ooooooo......svo sæt
.
Stella (Trymbilseigandi) og Valgerður kíktu í heimsókn í gærkveldi og auðvitað tókum við beint strik niður í hesthús að heimsækja "ömmubörnin"hennar Stellu:)

Oooooo.........knúsa ömmu sín
.
Og við allar þrjár í kór"afhverju keypti ég ekki hann Flott Trymbilsson"!!!!
Ég hefði ekki hikað við ef hann hefði verið meri!Þá hefði ég keypt hann strax.
Núna dauðsé ég eftir því að hafa ekki keypt hann því hann er svo gæflyndur og stabíll og þægilegt folald með flottum hreyfingum........og allt hitt sem hest á að prýða:)
En svona er nú lífið............