Heimasíða Ásgarðs

29.01.2008 01:19

2 Hryssur keyptar og Loki farinn heim til sín

Hvað haldiði að ég hafi verið að gera!
Verslaði að gamni mínu tvær hryssur,önnur undan Sokka 1060 frá Kolkuósi gríðarlega byggingarfalleg skepna (auðvitað sokkótt á öllum:) og hin er undan honum Kraflari frá Miðsitju.
Ég þykist geta afsakað þessi kaup með því að tvær af okkar elstu hryssum féllu á síðasta ári.

Ég á eftir að rölta út á morgun og ná almennilegum myndum af þeim stöllum:)Birtan í dag var að stríða mér og camerunni.

Loki á milli Sokkudísar Hróksdóttur og Kóngs Hrókssonar.

Loki frá Ásgarði sá frægi (umtalaði á http://hestafrettir.is/:)fór í dag austur til nýrra eigenda.Reyndar eru þær stöllur ekkert nýir eigendur en þær keyptu Loka rétt í þann mund sem að hann snerti jörðina og var hann enn blautur á bakvið eyrun þegar að hann fór úr minni eigu.
Svona á að gera þetta stelpur .

Innilega til hamingju með Loka "litla" og nú pantar maður nýjar myndir af drengnum reglulega stelpur!!!!
Hér er linkurinn á Loka frá Ásgarði http://www.freewebs.com/loki-fra-asgardi/


Ég var að fá þessa skemmtilegu mynd af honum Dropa Hrókssyni senda frá vinkonu minni á Hellu.Nóg að gera hjá honum við að bera börn og fullorðna.
Systir hans samfeðra er til sölu og sýnis í Gusti en það er hún Fríða Hróksdóttir.Lýsingin á henni beint frá eigandanum sem er Helga Björk:
Ég er að spá í að selja Fríðu þar sem hún er ekki alveg mín týpa, allt of róleg fyrir minn smekk, þannig að ég var að spá ef þú heyrir af eitthverjum sem vantar alveg sallarólega hryssu með flott brokk og töltir á hægu, þá er hún til sölu á 200 þúsund:)
Ef þið vitið um einhvern sem er að leita að alveg skotheldu öruggu hrossi þá endilega hafði samband við Helgu Björk í netfangið helgulius@gmail.com 

Biskup að detta innum dyrnar........

Gerðið á bakvið stóðhestahús er gjörsamlega fullt af snjó.En sem betur fer þá er hægt að hleypa hrossunum út í það því þau sökkva í skaflana ef þau reyna að komast útfyrir.
Ég hef nú lúmskt gaman af því að sjá þau tætast og brjótast um í sköflunum:)
Setti stóðhestana út í dag og trylltust þeir alveg villt og galið um.
Það er nú meiri orkan í þeim!
Allir eru komnir í fjúkandi hárlos þrátt fyrir kuldann en stóðhestahúsið er frekar kalt ska ég segja ykkur.þar er bara gefið meira en í upphitaða heimahesthúsinu.

Vordís Brúnblesadóttir veður úr hárum þessa dagana.

Ég veit, ég veit........Hún er hryssa og í stóðhestahúsinu .Fær að vera þar eitthvað áfram en svo kemur hún fljótlega í heimahesthúsið.Ætla að fara að færa reiðhrossin heim og ríða út héðan þegar að veður leyfir+fjórhjól+mótorhjól og þessi ands....crossarar sem eru að leika þann ljóta leik að gefa allt í botn á veginum og reyna að fæla stóðið hjá okkur arg arg......

Freyja Imsland sendi mér/ykkur/okkur link inná myndaalbúm sem gaman er að skoða.Ég er dauðskotin í folaldi sem hún á ásamt pabba sínum Páli Imsland og langar mig til að setja undir hann hana Rjúpu mína í framtíðinni.

Ættin er ekkert slor en hann er undan Flygli frá Horni sem er Aronssonur og Ösku frá Búðarhóli sem er undan Litfara frá Helgadal sem hefði verið gaman að hafa á landinu í dag.
Kíkið á þennan link og segið mér hvort það sé ekki vert að fylgjast með þessum í framtíðinni?
Haddur frá Bár:
http://www.flickr.com/photos/hugmynd/sets/72157603802230289
Og fyrir þá sem eru efins um að para saman litförótt þá paraði ég saman síðastliðið sumar Óðinn frá Ásgarði brúnstjörnóttur litföróttur og Mön frá Litlu Ásgeirsá en hún er sótrauð skjótt litförótt.Enn heldur hún fylinu og gerir ekkert annað en að tútna út blessunin.Vona svo innilega að hún haldi þessu í sér og komi með fallegt og heilbrigt folald.
Svo er hérna annar hlekkur á myndir af Bleika-Blesa Skessu- og Gídeonssyni líka frá Freyju: 
http://www.flickr.com/photos/hugmynd/sets/72157603808650766/

Stutt og laggott í dag,meira á morgun af bulli frá mér dúllurnar mínar:)
Hafið það gott þangað til.

Smá viðbót!                  Fríða er seld!!!!!!
Var að fá myndir af henni Fríðu Hróksdóttur og Helgu Björk frá í dag.

Fríða á tölti......

Fríða á brokki.....
Hafið samband við Helgu Björk í helgilius@gmail.com eða í síma 695-7965.Hryssan er í Gusti og hægt að fá að prófa hana.

Ég ætti kannski að bæta því við að hún Fríða er undan Villimey frá Drangshlíð sem er móðir Skjónu minnar sem var eitt af mínum stálöruggu reiðhrossum.Alveg sama hvað ég beindi henni útí eða yfir,hún fór það og er eitt það alfótvissasta hross sem ég hef nokkrum sinnum á bak komið.
Nú er Skjóna komin í folaldseignir en hún slasaðist á fæti í ferðlagi þannig að hún er algerlega komin í frí frá því að vera reiðhross en nýtur sín vel í folaldseignir.
Ef Fríða verður eitthvað lík Skjónu systur sinni þá kemur viljinn hægt og sígandi.Þannig að knapinn getur vaxið með hrossinu .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 507
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535668
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:45:35