Heimasíða Ásgarðs

07.01.2008 14:36

Hross sótt í Reiðholtið

Ég er farin að skammast mín fyrir að hafa ekki sett hér inn fréttir handa ykkur elskurnar mínar:)
En á tímabili var ekki hægt að taka nýjar myndir vegna veðurs sem mér finnast ómissandi með blogginu því það eru ekki bara fullorðnir læsir á skrift hér inni heldur börn sem ég veit að þykir gaman að skoða myndirnar af dýrunum í sveitinni.

3 Janúar.

Er ekki best að byrja á degi í síðustu viku en það ringdi hreinlega eins og hellt væri í fötu og 20 metrar á sekúndu með.

Dagskrá dagsins þann daginn var að ná heim aðalstóðinu og  taka úr þeim hársýni til rannsóknar.

Páll Imsland ásamt Freyju Imsland dóttur sinni voru hér mætt galsvösk.Allir drifu sig í kuldagalla og út fórum við.

Ég náði merunum heim í hús með brauðmútum en allar voru þær á kafi í heyrúllum sem gefnar höfðu verið deginum áður.Ég segi nú bara sem betur fer þá er hægt að stjórna þeim með skrjáfi í plasti annars hefðu þær ekkert bifast frá heyinu.

Næst voru tittirnir reknir heim og hársýni tekið úr þeim flestum.Aðallega vildi Freyja úr litföróttu hrossunum sem eru nokkur hér á bæ.

Það var vægast sagt hundblautt fólk sem skreið inní bæ eftir þennan dag skal ég segja ykkur.
Gallinn minn var gegndrepa og hann var orðinn svo þungur af vatni + vindurinn sem blés á mann að þetta var hið besta eróbik fyrir mig:)

4 Janúar.

Ég var svo spennt þennan dag því ég hélt að ég væri að fara á Knapamerkjanámskeið inní Víðidal næsta morgunn og gerðum við allt klárt og höguðum gjöfinni á öllum skepnunum hér samkvæmt því til að létta aðeins á deginum og frá smá "frí"part úr degi okkur til gamans.
Um kvöldið var búið að setja hestakerruna aftan í bílinn og reiðtygin klár og ég hringdi voðalega hróðug og spennt í Beggu vinkonu og tilkynnti að allt væri klárt fyrir morgudaginn!
EN Ransý"eigum við ekki að mæta þann 12 Janúar????
Úpppssss..........það sljákkaði aðeins niður í mér hehehehehehe..........

Þarna græddum við góðan dag og breyttum aðeins til og ákváðum að drífa okkur austur í Reiðholt og ná í 4 hross sem þar hafa beðið í allt haust eftir því að vera sótt.

5 Janúar.

Við brenndum austur um morguninn og byrjuðum á því að hitta góða vini okkar á Hellu þau Huldu og Helga hjá Helluskeifum.

Mikið var gaman að koma í hesthúsið hjá þeim og hitta "barnabörnin" í formi hrossa:)
Ég stóð nú bara og gapti þegar að ég sá hann Læk Heilladísar/Morgunson!!!!Stærðin á trippinu sem er bara þriggja vetra en verður reyndar fjagra í vor!

Ég að mæla mig við Læk Morgunson risa ..........

Ég get svo svarið það að trippið er langt yfir 1.50 á herðakamb!Hann er stærri en Dropi Litlu-Lappar /Hróksson sem er monster í hestlíki!

Þessi verður aldrei seldur" segir Helgi um Dropa Hróksson.
Hestur sem allir geta farið á bak,dúnmjúkur töltari með ásetugott brokk og þægilega viljugur.

Næst var farið í Reiðholtið og var nóg að flauta með bílflautunni á hrossin en okkar hross þekkja bílinn og vita að það er alltaf eitthvað gott sem hlýst af því að koma en í dag voru það salsteinar í kassann þeirra sem var vel þeginn.

Hrossin eru öll vel feit eftir allann veðurbarninginn í haust en hnjúskar eru í sumum þeirra þrátt fyrir gott fitulag.Þau hafa varið sig misjafnlega vel og þau sem hafa lagt af (eru samt feit) eru með hnjúska en önnur sem hafa verið akfeit hafa varið sig alveg af hnjúskum.

Jafnvel tveggja vetra trippin líta mjög vel út og kom það mér verulega á óvart!

Reiðholtið er mjög góð hestajörð,mikið gras og skjólgott frá náttúrunnar hendi EN eina sem vantar er aðhald til að ná styggu trippunum sem ég asnaðist til að setja þarna í vor.Þau þóttust ekkert við mig hafa að tala og undu bara snúðug uppá sig þegar að ég ætlaði mér að klófesta þau.
Þau um það,þau verða þá bara áfram í Reiðholtinu en það fer nú ekki illa um þau því bóndinn er að fara að hleypa þeim inná stórt óbitið svæði á næstu dögum.

Ég sótti Rjúpu Hróksdóttur og setti hana inná hestakerruna og á meðan Hebbi var að setja slána við hana þá beið ég með Feilstjörnu Nökkvadóttur tilbúna.

Kemur ekki Sóley askvaðandi (hún átti að koma líka:)og reyndi að komast framhjá bóndanum en hann baðaði út öllum öngum og rak hana frá en ég sagði við hann að hún ætti líka að koma og um leið þá smeygir hún sér framhjá honum og stökk uppí hestakerruna!!!Snilld þessi hryssa:)

Ég setti á hana múlinn uppá kerrunni og batt hana,svo kom Feilstjarna sem er bara tveggja vetra á þriðja og hegðar sér einsog tamið hross og síðast var settur hestur sem er nú bara óþekktarormur á leið í tunnu.Hann verður taminn með hníf og gaffli í vetur.

Næst var brennt á Selfoss og þarsem ég má ekki sjá sjoppu eða eitthvað álíka þá var stoppað á Kentucky og fengum við okkur í svanginn.

Þarsem nægur tími var enn og ekkert aðkallandi beið eftir okkur heima þá renndum við niður í Gaulverjabæ til Ragga Fashanabónda með meiru.

Raggi með fashana og dóttur sína sem er ansi líkleg í framtíðar bónda .

Þar fengum við höfðinglegar móttökur og eftir að hafa skoðað þar húsakynni og fuglana í öllum regnbogaslitum var haldið heim með hrossin sem biðu þolinmóð á kerrunni.

Við fórum fyrir skepnurnar í stóðhestahúsinu og gáfum fénu og héldum heim með hrossin og hýstum þau í heimahesthúsinu.

Þegar að við vorum búin að raða þeim á básana þá sáum við hvað Sóley og Feilstjarna eru búnar stækka rosalega í sumar!!!

Ég brá á þær (band)máli og eru þær báðar cirka 1.47 á herðakamb tveggja vetra gamlar!

Sóley er afmynduð af spiki og ekki einn einasti hnjúskur í skepnunni.Spáið í þessu tveggja vetra flykki!

Feilstjarna er með smá hnjúsk öðru megin við taglið.Þetta bráðmyndarlega trippi er til sölu .Gæti hentað þeim sem er að stíga sín fyrstu spor í tamningum.

Rjúpan mín var líka mæld og er hún 1.50 og má ekki stærri vera.Hún er hinsvegar búin að leggja af en er enn feit en það verður ekki settur á hana hnakkur um sinn vegna hnjúska.
Ekkert alvarlegir og eiga þeir eftir að fóðrast úr henni á næstu vikum.

6 Janúar.

Í dag er búinn að vera alveg svakalegur gestagangur en flestir að fá að koma og njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.

Silla og Nonni komu með krakkana sína og gott betur en það.Hjálparhendur/bak við að raka af 3 folöldum sem komu hingað fyrir rúmri viku en þau höfðu verið í hesthúsi þarsem aðbúnaðurinn var ekki alveg eins og gerist best.
Niðurföll stífluð og svo höfðu þau ná að skrúfa frá krana í nokkur skipti og allt fór á flot í hesthúsinu.
Þið getið ýmindað ykkur hvort það var nokkur vanþörf á því að raka af þeim feldinn sem var orðinn ansi skítugur og hættur að gegna sínu hlutverki.
Allt gekk þetta vel og Silla rakaði og rakaði í gríð og erg og það heyrðist ekki múkk frá henni! Áfram rakaði hún hvað sem gekk á!

Bara suðið í rakvélinni sem vann á megninu af feldinum og  á endanum voru folöldin farin að líta bara nokkuð vel út.Sum voru að stympast við en Silla hélt bara áfram einsog ekkert hefði í skorið og á endanum sáu þau það að Silla hætti ekkert þó þau væru að sprikla eitthvað:)

Tek það fram að engin dýr slösuðust við töku þessarar myndar .
Er það ekki altaf tekið fram hehehehehehe......

Við gáfum þeim ormalyf í annað sinn á stuttum tíma og nú ættu þau að blómstra og verða flott.
Ég vil þakka ykkur hjónum kærlega fyrir hjálpina og gaman að fá ykkur í heimsókn:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535644
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:19:19