Heimasíða Ásgarðs |
||
14.12.2007 01:00Klikkað veður og allt á hvolfi!Veðurfréttir úr Ásgarðinum og tjónaskýrsla! Mér er svo mikið niðri fyrir núna að puttarnir virka varla á lyklaborðinu! Í gær þann 13 des þá ákvað ég eftir vægast stormasama nótt að fara út og skoða skemmdir hjá okkur.Ekki var spurning um hvort eitthvað hafi skemmst heldur hvað. Eftir að hafa skoðað gróðurhúsið og íbúðarhúsið sem stóð þetta af sér allt saman þá var haldið niðureftir til að kíkja á hesthúsið.Þar var hurð kengbogin inn og stórir timburflekar sem hafa verið geymdir hér árum saman á vagni voru einsog tannstönglar um allt hlaðið! Næst var að aðgæta skepnurnar og var allt í stakasta lagi í hólfinu fyrir eldri hross og minnimáttar:) Tittirnir voru í fínu standi enda með afbrigðum skjólgott hólf sem þeir eru í. Sömu sögu var ekki hægt að segja af aðalstóðinu en þar voru tvær hryssur sem höfðu orðið að öllum líkindum fyrir einhverju í veðurhvellnum eldsnemma í morgun. Í nótt var svo brjálað veður að ég hreinlega vaknaði um 6:00 og gat ekki sofnað aftur fyrr en seint og síðar meir.Ég hélt að rúðan á svefnherberginu ætlaði að springa yfir okkur svo mikil voru lætin.Enda frétti ég að því að í verstu hviðum (uppá Keflavíkurflugvelli) hafi vindurinn farið í 71 metra á sekúndu!!!! Á morgun á að drífa út traktorinn og gefa rúllu á línuna og svo verða aumingja hrossin að koma sér í skjól fyrir næsta hvell.Best að koma einhverju í greyin á milli lægða en eina leiðin til að fóðra þessa dagana er að rúlla út rúllu og láta þau éta hana þannig að allir fái í sig. Helga Skowronski kom hingað um daginn með næstum fullan vörubíl af önduðum öndum.Þær önduðust í höndunum á Ásgeiri hennar manni um morguninn og nú var komið að okkur að reyta og plokka og gera þær að flottum jólasteikum:) Allt gekk þetta vel hjá okkur og alveg vorum við merkilega fljótar að þessu.Það ýtti kannski á okkur að litlan hennar hún Gígja var með og var sú stutta ekki alveg að átta sig á því að mamman hennar gat ekki haft hana í kjöltunni og gefið henni sopann sinn á meðan hún var að reyta endurnar:)Helga er svo mikil hetja að vera mjólkandi móðir með ungann sinn með í öllu mögulegu. Eftir að hafa reytt og gert að öndunum þá klikkti hún út með því að prófa fyrir mig,gömlu stirðu konuna móálótta hryssu sem mér áskotnaðist í fyrra:)
Ég er ekki sátt við sjálfan mig núna.Finnst ég vera að stirðna meira en vanalega þrátt fyrir fínu gigtarlyfin sem ég er á.Ég er ekki mikið fyrir pillur en verð að nota þær því annars kæmist ég líklega ekki útúr rúminu. Eða þannig var það á tímabili á meðan ég var ógreind og ég ekkert að pæla í því hvers vegna ég var svona í bakinu.Hélt bara að svona ætti þetta að vera þegar að maður eltist og að allir væru svona. Það er svo mikið gigtarslit í mér vinstra megin í mjaðmagrindinni að það er heilt kvalræði ef ég gleymi að taka lyfin mín. Nú ef ég tek lyfin og allt er einsog það á að vera þá er ég fljót í fimmta gírinn og gleymi mér þá stundum og enda á kvöldin einsog spítudúkka. Ég er að reyna að læra að gíra mig niður og vinna jafnar yfir daginn og komast yfir öll verkin í rólegheitum. Djö.........er erfitt að sætta sig við að geta ekki gert allt einsog maður gat fyrir einhverjum árum! Hugurinn stefnir alltaf í að gera einsog þá og skrokkurinn reynir að fylgja hlýðinn eftir þartil maður getur ekki meir. Ussssssssss...........hver nennir að lesa svona vælublogg! Best að skella inn hestamyndum af hrossunum síðan 13 Desember
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is