Heimasíða Ásgarðs

24.11.2007 11:00

Hryssan sem missti fóstrið fundin!

 Líklega er það komið í ljós hver af þremur hryssunum lét fóstrinu sínu útá túni eftir veðurlætin nóttina og morguninn sama sólarhring.

Gráa gestahryssan kom uppað hliði í dag og tók ég hana inn og sá þá að hún er með í taglinu brúnann lit og á hæklunum sem ekki hefur verið áður.Greinilegt var að þetta hafði verið klístur sem nú var þornað.

Hún hefur hríðlagt af á aðeins 6 dögum frá því ég tók á henni en það var síðasta Sunnudag þegar að allir voru teknir inn af túninu og meirihlutinn ormahreinsaður og settur inná vetrarhagann.
Þá var hún í fínu formi og leit vel út.

Svo stendur hún núna gleið eins og hún sé að fara að pissa.Það segir mér að hún sé sú sem missti fóstrið.Eða það er mín kenning.

Henni líður ekki vel og er alveg greinilegt að hún er eitthvað lasin eftir þetta.Aumingja skepnan að lenda í þessu.Ömurlegt fyrir hana.

Verst að ég næ ekki enn í eigandan að henni!

Hún gengur við opið hesthúsið með sínu folaldi og hryssu frá okkur sem er líka með folaldi.
Ég ætla að fylgjast með henni og ef hún fer ekki að braggast þá verð ég að kalla á doksa og biðja um hjálp.

Ég frétti af hryssu fyrir norðan sem missti líka sitt fyl/fóstur svona eftir veðurlætin.Kannki ekki vitlaust hjá fólki að huga að fylfullum hryssum í högum hvort þær séu í lagi.Vonum að það fari að hægjast um og vetur konungur fari að hegða sér almennilega.

Ég fór á röltið í dag brrrrrr.........rosalega var kalt!
Hafði cameruna með mér og smellti af nokkrum myndum.
Allir hafa það gott og eru í flottu standi.

Hugur frá Höfnum  mamma hans Pamela týnd í rúllunni og Heilladís frá Galtarnesi stundum kölluð Landsmóts Sokka:)


Embla Hróks+Lm Sokku og Hugur Dímonar+Pamelusonur.Hugur er að flýta sér alveg einsog hann getur að stækka.Hann fæddist frekar seint eða í ágúst.Sætur strákur hann Hugur:)

Sokkadís kom að líta á kellinguna sína.Hún flóðmjólkar enn og fær hann Loki að vera áfram undir henni enda hafa folöldin það best að fá að vaxa og dafna útivið með mæðrum sínum eins lengi og hægt er.Ég tek helst ekki folöldin undan ef mæðurnar eru í lagi holdafarslega og mjólka enn folöldunum.Um að gera að fóðra þær bara vel þá verða folöldin svo stór og spræk.
Best þykir mér ef ég mögulega get að hafa þau undir mæðrunum fram að vori en þá er gott að taka þau inn og kenna þeim sitthvað um tvífætlingana,okkur mannfólkið.Gott að læra góða hesthúsasiði á meðan þau eru ekki orðin risatór og óviðráðanleg 300-400 kílóa flykki!
Ég er eiginlega vaxin uppúr svoleiðis tamningum .

Hylling Brúnblesadótti með Rán Hróksdóttur.Rán nýtist vel sem klórustaur fyrir móðurina .

Dímon og Glófaxi að ræðast við.Eru mestu mátar og þægilegir að hafa á húsi.

Völusteinn alltaf svo fínn og flottur! Þvílíkur snyrtipinni þessi foli
Bara ef að öll hross væru svo þægileg hvað varðaði að halda sér hreinum.Ekki veit ég hvernig hann fer að því að halda sér svona fínum,ég ber bara í stíuna hans eins og hjá hinum og hann sem hefur nóg pláss virðist ekki einu sinni leggjast niður!

Nú fer að líða að því að öll hrossin á bænum verði komin á vetrargjöf.Það á að snjóa á morgun og svo þiðna aftur og fara að rigna! Þetta er bara ekki sanngjarnt!

Flanki fékk EKKI að vera óáreyttur í dag í sínu kvennabúri.Ég var þar og fylgdist vökulum augum með framgöngu hans og Herbert var hvergi nærri til að leyfa honum að valsa um gibburnar að vild .
Engin var að ganga í dag (auðvitað gengu þær um gólf hvaaaa....) þannig að hann fékk ekkert að gera nema að hlaupa á eftir þeim sem ekki gengu heldur hlupu um gólf:) Vona að bændurnir á Neðra Skarði skilji þetta hehehehehehe........Sko yngri bændurnir,ég veit að þeir eldri vita allt um blómin og býflugurnar.
Allt semsagt gekk upp hjá mér með gibburnar sem ekki voru að ganga heldur hlaupa .
Þangað til næst,farið varlega í veðrunum sem spáð er á næstu dögum elskurnar mínar .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59