Heimasíða Ásgarðs

21.11.2007 00:56

Kindur teknar á hús og

Þá er búið að "smala" Ásgarðinn og allt féð komið á hús.
Allar 4 gibburnar sem enn voru úti komu hlaupandi þegar að þær heyrðu í plastpokanum með brauðinu:)

Ekki málið að fá þær heim í hús,beint uppá hestakerruna og beint á sinn stað í stóru húsunum útfrá.

Flanki var leystur úr sinni stíu og látinn tékka á því hvernig stadusinn væri og hvort áhugi væri fyrir smá hmmmm......hvað kallast það eiginlega hjá kindum?
Segjum bara do do,það skilja það allir hehehehehehe.....

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið hjá svona rollu byrjendum einsog mér og Hebba:)

Ein lyktaði svona ferlega vel að hans sögn og átti hann voðalega bágt með sig og elti hana á röndum.

Sú elsta,kind með reynslu ......

Svo tók hann sér smá pásu en hann sá húsbóndann á heimilinu með fötu og auðvitað var hann alveg handviss um að þar væri nú eitthvað gott í gogginn.

Hebbi sýndi honum ofaní fötuna og hún var tóm!
Aumingja Hebbi minn var rétt búinn að snúa sér við með tómu fötuna þegar að Flanki renndi sé í hann!

Áææææææ"..... æpti kallinn og Flanki bakkaði og gerði sig líklegann í aðra atlögu í hann.Hebbi stappaði og öskraði á hann og var illa staðsettur og hálf af króaður.

Ég hentist af stað og rétt náði að grípa í rassgatið á Flanka og togaði hann til svo hann missti jafnvægið og árasin misheppnaðist hjá honum.

Ég held að geðslags einkunn Flanka míns hafi hrapað eilítið í dag.OG ég held að hann Hebbi minn gefi hrússa kannski aðeins minna brauð á næstunni hehehehehe.....

Í fyrradag vorum við í hestaflutningum og komum við við í þessu flotta hesthúsi í Víðidalnum.

Það var svo svakalega snyrtilegt og flott að ég hefði líklega ekki tímt að setja þarna inn hross:)

g varð mikið hrifin af innréttingunum og auðvitað fór kollurinn minn að snúast í marga hringi og pæla og pæla.

Við erum of sein að gera nokkuð í okkar hesthúsi í vetur þannig að núna verður maður bara að láta sér dagdrauma nægja þartil næsta haust.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15