Heimasíða Ásgarðs

19.11.2007 01:08

Ormahreinsun og gestagangur

Loksins hætti að rigna og kom skínandi gott veður með rjómalogni.Kalt var en það gerði bara ekkert til:)

Við réðumst í að ormahreinsa nokkur folöld og mæður þeirra og eru einungis eftir 3 merar niður á túni og ætla þær að bíða þar af ýmsum ástæðum.

Ein af þeim var næstum skotin hér í dag vegna þess að hún lét löpp vaða í átt að mér tvívegis og munaði minnstu að hún hitti mig.Ef eigandinn að þessari skepnu fjarlægir hana ekki fyrir næstu mánaðarmót þá verður hún felld.

Þetta eru stór orð sett hér á bloggið en mér finnst ekki hægt annað en að pikka þetta niður þarsem ég næ ekki sambandi við eigandann að þessu hrossi hvorki símleiðis né í gegnum internetið.
Það þarf mikið til að ég bregði skapi og í dag þegar að sú gráa sló tvisvar í áttina að mér þá ákvað ég að gefa bara þennan stuttan sjéns með þetta hross og vona ég að eigandinn hafi samband við mig núna fljótlega og geri upp og taki skepnuna af minni landareign.
Þolinmæði mín er þrotin eftir hátt í 2 ár með þessa hryssu hér berjandi í allt og alla!
......mín,hringdu eða sendu mér mail og láttu einhvern sækja þá gráu í snarhasti!

Týr,Kvöldroði og Gná Hróksafkvæmi.Sannkallaðir englabossar:)

Öll voru folöldin óskaplega þæg í ormalyfsgjöfinni og hefur þetta aldrei gengið eins vel hjá okkur áður.Líklega er það vegna þess að folöldin voru margsinnis búin að fá að koma inní hesthúsið og skoða það í krók og kima og fá auðvitað tugguna:)
Ég fór líka rúnt um hólfin og allt er í sakasta lagi með alla.
Felix var að ég hélt alveg að geispa golunni á tímabili!

Skúffugeispi.......

Hjöruliðgeispi........


Svo get ég verið bara sætur...............

Tóta að njóta veðurblíðunnar.

Kindurnar eru bara feitar og pattaralega kannski um of.
Við misstum því miður eina veturgamla í afveltu um daginn og var sárt að koma að henni dauðri og var Krummi búinn að ná að kroppa í hana helvískur.Vona að hún hafi verið farin yfir móðuna miklu áður.

Ég fékk skemmtilega gesti seinnipartinn í dag en hún Anna systir kom með litlu frændsystkinin mín í heimsókn.
Auðvitað fengu börnin að fara á hestbak og reyndar var það hann Pálmi litli sem vildi bara setjast á hross og hann samkjaftar ekki sá litli hehehehehehehe.......
Svo sagði hann bara "áttu meiri dýr"!

Þá var arkað útí móa og kallað á kindurnar sem komu þjótandi og Pálmi var sko ekki hræddur um puttana sína og tróð í Hermínu kind kúlukögglum.Perlu Sóley þótti öruggara að halda sig nærri ömmu sinni og horfa á bróður sinn litla þeytast á milli kindanna óðamála með nammi í lófanum:)

Áttu meiri dýr? Auðvitað átti frænka meiri dýr handa börnunum og næst voru Endurnar skoðaðar.

Pálmi var alveg til í að fara svo næst og sjá meiri dýr útí stóru húsum en kuldinn var að drepa alla svo við fórum heim og hituðum okkur te.

Eftir kvöldmatinn drifum við okkur útí stóðhestahús en öllum var hleypt útí rúllu í dag.Það er nú meira hvað stóðhestarnir eru góðir og þægir saman.

Núna er hægt að skella öllum útí einu og eru þeir pollrólegir að maula í sig heyi á meðan við vinnum við annað.
Gaman að þessum greyjum:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15