Við fórum austur fyrir fjall um daginn og sóttum Sokkadís og son hennar hann Loka Dímonarson.Sokkadís var orðin verulega hnjúskuð en með því að koma henni í rúllu fyrir austan þá snarlagaðist hún á meðan við vorum að koma honum Blakk bílnum okkar í það stand að geta farið í svona langferð. Loki Dímonar að heilsa Væntingu Glymsdóttur systur sinni.
Loki hefur blásið út og er hinn myndarlegasti.Hann er orðinn verulega stór og slagar í að ná mömmu sinni á hæðina en hún er nú reyndar frekar lítil blessunin:)
Í bakaleiðinni var hann kóngur Hróksson sóttur á annan bæ en hann var líka orðinn hnjúskaður og þurfti að komast heim í aðhlynningu en hann var orðinn líka kvefaður í öllu vatnsveðrinu sem dynur á öllum þessa mánuðina. Svo hefur hann náð að meiða á sér annan afturfótinn og er þetta þriðja trippið sem er meðhöndlað hér á bæ vegna sára á fótum í haust! Kóngur og Flanki saman að borða.
Gríðalega hefur hann Kóngur samt haft það gott í sumar en hann hefur stækkað heil ósköpin öll! Hann er ekki nema veturgamall og er á stærð við fullorðið hross! Hann er búinn að fá fyrstu Pencillín sprautuna og stóð sig einsog hetja:) Nú er bara að krossa fingur og vona að hann nái sér fljótt og vel og geti farið aftur út í rúllu með hinum trippunum sem hann á að vera með í vetur. Flanki að tapa sér í heyinu . Minni á hann Ask Stígandason sem er til sölu.Stóðhestur með flotta ætt á bakvið sig.Hér er hann með honum Heljari vini sínum inni að borða í dag:)
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.