Heimasíða Ásgarðs

15.11.2007 22:09

Sokkadís,Loki og Kóngur heim

Við fórum austur fyrir fjall um daginn og sóttum Sokkadís og son hennar hann Loka Dímonarson.Sokkadís var orðin verulega hnjúskuð en með því að koma henni í rúllu fyrir austan þá snarlagaðist hún á meðan við vorum að koma honum Blakk bílnum okkar í það stand að geta farið í svona langferð.

Loki Dímonar að heilsa Væntingu Glymsdóttur systur sinni.

Loki hefur blásið út og er hinn myndarlegasti.Hann er orðinn verulega stór og slagar í að ná mömmu sinni á hæðina en hún er nú reyndar frekar lítil blessunin:)

Í bakaleiðinni var hann kóngur Hróksson sóttur á annan bæ en hann var líka orðinn hnjúskaður og þurfti að komast heim í aðhlynningu en hann var orðinn líka kvefaður í öllu vatnsveðrinu sem dynur á öllum þessa mánuðina.
Svo hefur hann náð að meiða á sér annan afturfótinn og er þetta þriðja trippið sem er meðhöndlað hér á bæ vegna sára á fótum í haust!

Kóngur og Flanki saman að borða.

Gríðalega hefur hann Kóngur samt haft það gott í sumar en hann hefur stækkað heil ósköpin öll!
Hann er ekki nema veturgamall og er á stærð við fullorðið hross!
Hann er búinn að fá fyrstu Pencillín sprautuna og stóð sig einsog hetja:) Nú er bara að krossa fingur og vona að hann nái sér fljótt og vel og geti farið aftur út í rúllu með hinum trippunum sem hann á að vera með í vetur.

Flanki að tapa sér í heyinu .

Minni á hann Ask Stígandason sem er til sölu.Stóðhestur með flotta ætt á bakvið sig.Hér er hann með honum Heljari vini sínum inni að borða í dag:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15