Heimasíða Ásgarðs

14.11.2007 00:41

Askur Stígandsonur til sölu (síðast fædda afkvæmi Stíganda 1087)

Við erum búin að vera á miklu flandri við hjónin um síðust helgi.
Hebbi byrjaði á því að skella sér norður í Skagafjörðinn með strákunum á Rjúpu og ekki kom hann með höglin í rassinum til baka.Samanlagt náðu strákarnir 18-20 Rjúpum að mig minnir.
Ég aftur á móti var heima á Föstudeginum að gera klárt fyrir mína ferð í Borgarfjörðinn en ég var boðin í Villibráðaveislu og hlakkaði mikið til.

Laugardagurinn var eitt allsherjar span en það kom fólk alla leið frá Hornafirði að versla kanínur og Quail fugla en ég er víst að verða uppiskroppa með kanínur til sölu og þarf þá ekki að fella eina einustu fyrir veturinn og er ég mikið fegin að svo er.

Mikið hafði ég gaman af þessum gestum og var alveg endalaust hægt að spjalla um allt sem viðkom skepnum.Þau eru með ferðaþjónustu fyrir austan og ef þið eruð á ferðinni og vantar gistingu hjá yndislegu og skemmtilegu fólki þá endilega kíkið við hjá þeim.
Hér er þeirra linkur: www.eldhorn.is/mg/gisting

Það kom að því að ég hitti aðra kanínubændur sem hafa sömu sögu að segja og ég.Alsherjar vandræði alltaf hreint ef að einhverjar smá fóðurbreytingar verða þá bara hviss púfffff.........og gefa kanínurnar upp öndina og drepast!
Ég er reyndar búin að finna frábæra köggla handa þeim sem virðast henta þeim miklu betur en hinir eiginlegu kanínukögglar og er það Pavo hestamúslíið!

Annars er ég með aðra síðu þarsem allar kanínufréttir eiga að birtast hehehehehhehe...........

En aftur að Borgarfiðinum fagra.

Hvaða fallega fjall er þetta í Borgarfirðinum?

Ég auðvitað var alltof sein að koma mér af stað (annars væri það ekki ég:)en sem betur fer þá voru fleiri seinir en ég og meira að segja maturinn var enn að malla í rólegheitum þegar að ég loksins mætti uppeftir um klukkan 20:00.
En allt þetta small saman og úr varð hin besta veisla með skemmtilegu fólki.

Takk æðislega fyrir mig matinn og gistinguna Gro og fjölskylda.

Mjög fallegar línur eru í Aski og kemur hann til með að skora hátt fyrir bygginu.Askur er jafnvígur á allar gangtegundir.Brokk,tölt og skeið bara eftir pöntun.

Við ákvaðum um daginn að setja stóðhestinn hans Hebba á sölu.Við höfum ekkert með tvo stóðhesta að gera á svona lítilli jörð og Askur var settur á sölulistann.

Alveg ekta stóðhestur fyrir þann sem langar að spreyta sig á tamningum og sýningum á komandi ári.

Ekki alltof mikið dúllaður eða dekraður og svarar hann mjög vel öllu því sem honum hefur verið kennt td hringteynmingu.Mjög næmur foli og vakandi fyrir ábendingum.
Hér er auglýsingin á hestafrettir.is http://www.hestafrettir.is/smaaugl/viewad.asp?id=50277640413100131

Við erum alveg að verða gráhærð á villtri kanínu sem er hér að tæta allt í sundur!

Síðast (og fyrir það er hún réttdræp) var hún undir rúllustæðunni!!! Arg.....hundarnir urðu alveg spólvitlausir en náðu henni ekki enda Busla hálfsjónlaus og á þremur fótum með hana Súsý litlu sem er nú ekki nema hvolpur ennþá.

Busla er svo þrjósk að það er engu lagi líkt.

Grefur og grefur undir allt og reynir hvað hún getur að troða sínum stóra búk á eftir kanínunni.

Súsý og Busla örþreyttar eftir kanínuhlaup .

Dóttirin Súsý er akkúrat eintakið sem okkur vantaði,svona lítil og nett enda getur hún  skriði undir hérumbil allt.
Við eigum alveg örugglega eftir að ná kvikindinu áður en hún gatar allar neðstu rúllurnar!

Ég heyrði í henni Sigrúnu (Danmörku) minni í kvöld.Allt gengur vel með hryssurnar tvær sem fluttar voru út og er sú jarpvindótta fengin við honum Dímoni Glampasyni og mjög líklega sú rauðglófexta við honum Óðinn Hróksyni þeim litförótta.Það verður gaman þegar að vorar og þá heimtum við hér á þessu bloggi myndir frá Danaveldi af folöldunum!!!!

Hér er linkur http://horseinharmony.dk/litteratur.htm inná síðu sem Sigrún benti mér og datt mér í hug að setja hann hér inn eftir alla umræðuna um tungubasl og erfiðleika með að finna mél eða mélausann beislabúnað.Klikkið á vídeóið og sjáið!

Hvernig væri bara að gera eins og þessi kona gerir........ríða bara útí guðs græna náttúruna án beislis og hnakks!!!???
Hmmmmm.....................kanski á Biskup,held ekki
.
 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59