Heimasíða Ásgarðs

24.09.2007 23:58

Truntufréttir úr Ásgarðinum

Jæja gott fólk.Ég var farin að halda að ég væri hætt með þetta blogg svei mér þá.Alveg sama hvað ég fór oft hér inn..........engin ný færsla og Ransý bara einhverstaðar útá túni?
Það er alveg rétt að ég er búin að vera útí á túni,að eltast við trunturnar okkar hér í Ásgarðinum.
Arg.........djö..........truntur sem halda að þær ráði hreinlega öllu.Trunturnar sem ég er að tala um eru merarnar niður á túni,þær sömu og ég fór að slaka á færslunni á randbeitarþræðinum vegna þess að Toppa gamla var næstum búin að drepa sig á ofáti!

Þær létu sko ekki mig kellinguna sína segja þeim að þráðinn ætti að færa minna í hvert skipti og "færðu"þær þráðinn bara hreint út sagt útum allt tún!!!!
Brutu staurana og átu svo á sig gat af áborna sterka grasinu.Við erum búin að setja þær í smá skammarkrók en það er næsta víst að ég ræð hér beitarmálum en ekki þær.

Við Eygló skelltum okkur í bæjarferð um daginn að líta á gæðinga í Víðidalnum.Allt gengur þetta vel hjá honum Hilmari og eru hrossin á hraðri leið með a verða að tömdum hrossum.Vænting Hróksdóttir er meira að segja farin að tölta nokkuð vel,hoppar smá uppá fótinn..........hva....maður er nú bara að stíga sín fyrstu spor:)

Hún er nú meira dekrið hjá honum Hilmari.Fær mola fyrir að standa kjur þegar að stígið er í hnakkinn og var fyndið að sjá þegar að hún beið spennt eftir því hvor hendin gæfi molann,sú vinstri eða sú hægri hehehehehe.....Hilmar talaði um að það væri mjög gott í framtíðinni þegar að ég færi að fara á bak henni að telja puttana eftir að hún væri búin að rukka um molann:)Nú ef hún tekur alla hendina af mér þá sendi ég bara HAND rukkara á hana:)

Vænting fyndin á svip........hvar er molinn????

Þarna kom molinn,svo var tölt af stað innanum bíla,skokkara og reiðhjólafólk.Taugarnar í stakasta lagi .

Gibbufréttir:
Við færðum gibburnar niður á Vinkil um daginn og skelltum þeim í iðagrænt gras þarsem þéttasta Kríuvarpið var hjá okkur í sumar.Þarna hafa þær staðið síðustu sólarhringana og úðað í sig grasinu af mikilli áfergju.
Flanki er alltaf jafn yndislegur þegar að maður kemur niðureftir í heimsókn en hann kemur hlaupandi til að fá smá klapp og kjass á vangann sinn.
Ási Flankason hrútur fer að mæta í kistulagninu fljótlega.........Hann er algjör hlunkur,líklega farin að slaga í 20 kílóa skrokk .

Brynja Beauty .
Hebbi er svo rosalega hrifinn af henni Brynju Lind Karenadóttur (það er gimbur:) að hann ákvað að setja hana á enda glæsilegt lamb í alla staði.Eða það segir Fjármála rágjafinn minn hún Valgerður á Hrauni og ekki lýgur hún!

Siggi Dímonar og Sibba komu í heimsókn í gær.Þau voru að gera úttekt á Dímonarsonunum á Suðurnesjunum en einn er á Hrauni,annar átti að vera í Höfnunum en var með mömmu sinni enn í stóru sveitinni að fá gott í kroppinn hjá stóðhesti ( þ.e.a.s mamman:)og sá þriðji hann Veðjar frá Ásgarði var sko heima til að láta fólkið dáðst að sér:)
Enda hreint út sagt framúrskarandi fallegt og skemmtilegt folald.
Ég skammast mín fyrir að segja það en ég átti EKKERT með kaffinu handa þeim en bæti hérmeð úr því og sendi ykkur þessa líka fínu Eplaköku bakaða á pönnunni góðu!


Sibba mín þú prentar hana bara út handa Sigga! Toppaði ég ekki valgerði hehehehehehehehe...............

Fiskafréttir:
Nú haldiði að ég sé að verða vitlaus!Ég hef óslitið frá því ég var 15 ára verið með fiska/búr.
Ekki marga núna en fallega í stóru búri inní stofu.Börnin hafa alltaf jafn gaman af því að fá að skoða Froskinn stóra og fiskana.
Í búrinu er Skallapar sem gerir ekkert annað en að hrygna og svo koma seiði sem svo týnast í sandinum og deyja.

Eina ferðina enn eru komin grilljón seiði og ég gerði allar þær ráðstafanir sem ég gat til að þetta fengi að lifa og nú er bara að sjá hvort að krílin verði að stórum fallegum Sköllum í framtíðinni.Ég meira að segja sauð egg og gaf rauðuna í búrið því það var ekki til Artemía til að rækta fóður handa þeim!

Ég er að fá til mín algjörann höfðingja hingað í Ásgarðinn.Hann á að vera hér til dauðadags með því skilyrði að hann vinni fyrir mat sínum:)Ekki verður neitt mál fyrir mig að láta hann vinna fyrir mat sínum því þetta er akkúrat hesttýpan sem ég missti þegar að hún Skjóna mín heltist á afturfæti og varð úr leik sem reiðhross.
Á morgun á að skella sér í sveitina og sækja Sudda og Hrókinn til Agnars í leiðinni.
Ég vissi ekki að ég ætti mynd af honum Sudda en svo var ég að skoða gamlar myndir frá Vigdísarvallaferð 2004 og er þá ekki Suddi kallinn á nokkrum myndum þar!

Ég á leið niður Festarfjall á Sudda teymi Skjónu mína og Hringur utaná henni.Í þessari ferð var Hringur gerður vel reiðfær en ferðin tók cirka 10 daga.

Hér er ég fremst á Skjónu,teymi Sudda og Hringur er utaná honum.
Á eftir mér er Öddi með höfðingjann Hring gamla sem nú er fallinn og teymir Öddi hann Randver.Síðan kemur hún Sigrún sem var sett á öll tamningartrippin í ferðinni og það sem hinir voru ekki alveg vissir um hvernig myndi virka .
Þetta var frábær ferð og ég veit að það er til diskur með vídeó clipsum á úr allri ferðinni og það er algjört möst að fá eitt eintak af honum ef hægt er??? VILLI???? .......
Þessi ferð rennur mér seint úr minni því hópurinn var samstilltur og frábært fólk með í för.


 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535958
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:13:25