
Ég tók mig til um daginn og bauð til mín systrum hans Hebba í mat en ég eldaði ekki neitt handa þeim.Fékk til mín þrælskemmtilega dömu sem mætti með bókstaflega allt til alls og á meðan við sátum og horfðum á þá galdraði hún hreinlega hvern réttinn á fætur öðrum uppúr galdrapottunum sínum:)
Jú"þið giskuðu rétt gott fólk.Þetta var pottakynning og hreinlega þvílík uppgötvun hjá okkur hjónunum hér í Ásgarðinum að það var ekki spurnig í lokin að panta sér eitt sett af pottum þó rándýrir væru.Spurningin var hreinlega hvort þetta gæti ekki verið eitthvað sem myndi minnka í okkur gigtina/verkina og laga heilsuna verulega.
Þetta er hrein smilld það get ég sagt ykkur!
Fyrst fengum við fisk sem var settur hálffrosinn í pott með engu vatni og engu salti.Hann var vægast sagt geggjaður og engum datt í hug að salta hann eftirá.
Síðan fengum við kjúkling og grænmeti með kartöflugratín.Pannan sem Kjúllinn var steiktur á er hrein snilld,maður þarf ekki að nota neina olíu eða neitt og það myndaðist þessi líka fína sósa af kjúllanum og tók það örfáar mínutur að steikja hann.
Í eftirrétt fengum við geggjaða hollustu súkkulaðiköku sem var bökuð í POTTI á eldavélahellunni!!!
Hráefnið í hana var meðal annars,hvítkál,Kúrbítur,kartafla,Gulrót,epli,egg og eitthvað fleira hollt og auðvitað grunnurinn sem þarf í kökur þ.e.a.s hveiti,lyftiduft og allt það.
Fyrir utan hvað heilsan getur batnað þá er þetta rafmagnssparandi,tímasparandi og minna uppvask því alt má fara í uppvöskunarvélina,bragðbetri matur og það er alveg á tæru að líkaminn fær alla þá næringu sem þú ætlast til því pottarnir góðu halda næringunni í matnum með sinni einstöku virkni.
Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé að fara að selja potta hehehehehehehe............"nei aldeilis ekki gott fólk.Ég varð bara svo yfir mig hrifin af matnum sem kom uppúr þeim OG Hebbi minn ekki síður en hann sat þarna innanum okkur dömurnar og var engu minna hrifinn að það var ekki spurning að versla sett sem hæfir okkar litlu fjölskyldu.Nú svo er eilífðar ábyrgð á þeim og Krissa mín getur tekið við þeim eftir minn dag.Þá veit ég að barnabörnin mín fá hollt og gott í kroppinn sinn:)
Ég held að ég sé mest spennt fyrir rafmagnspönnunni sem er svo flott!OG það má setja hana í UPPVÖSKUNARVÉLINA LÍKA! Ekki er ég minna spennt fyrir kvörninni góðu en hana fæ ég með því einu að fá einhverjar tvær til að bjóða til sín í mat frá 2-10 manns.
Farin til dyra pottarnir voru að koma!!!!
Ég skal nú segja ykkur það!Ég fékk svo frábærar gestgjafagjafir að ég á ekki til orð!
Ég ætla ekki að blogga hve dýrt það var sem ég fékk en það er dýrt!
Magga og Inga voru að reka inn nefið með Töru blómvönd ekkert smá krúttlegar:)Takk æðislega fyrir Magga og Inga:)
Ég er rokin útí búð að kaupa það sem til þarf í nýju pottana og nú skal prófa sig áfram með þá.Vona að ég hafi tekið eftir öllu sem sagt var í sambandi við eldamennskuna svo ég geti eldað fullt af hollum og góðum mat.Ég var reyndar ein eyru og augu í fyrrakvöld og kvíði ekki fyrir því að þetta verði mikið mál.
Fyrsta sem eldað verður í nýju fínu pottunum verður súkkulaði kakan og svo í kvöldmat verða Gæsabringur með öllu tilheyrandi:)
Þeir/þær sem hafa áhuga á að vita meira um pottana góðu og vilja komast í samband við frábæra dömu sem skýrir allt vel og skilmerkilega hafið samband við mig í herbertp@simnet.is
Það er algjört möst að hafa kallana með því þeir eru margir hverjir alveg snillingar í eldhúsinu líka og koma til með að hafa gaman af þessu.Minn maður á sína spretti í eldamenskunni og er mjög áhugasamur um hollari matreiðslu.Ég tala nú ekki um Villibráð eldaða á góðann hátt.