Heimasíða Ásgarðs

10.09.2007 00:51

Matgæðingar og grillgæðingar:)


Við Hebbi minn vorum boðin í grill um daginn til Önnu systir og Kidda og ég formaði ekki annað sjálfur matgæðingurinn að hafa meðferðis gæðing á grillið .Hvað er betra en marineraðar folaldsneiðar slurp!
Við vorum náttúrulega ekki á réttum tíma frekar en fyrri daginn en við erum ávalt á Ástralíu tíma þegar að okkur er boðið eitthvað.
Þetta er leiðindaávani hjá okkur báðum og höfum við verið prógrömmuð eitthvað vitlaust í byrjun,eða það held ég að minnsta kosti.Þannig að ef þið lesendur kærir ætlið að boða okkur eitthvert td í afmæli eða eitthvað álíka þá endilega setjið í boðskortið klukkan í það minsta 3 tímum fyrr en áætlaður fagnaður er .Segi nú bara svona !
En það var aldeilis gaman að hitta ættingjana sem enn voru og var mikið spjallað og etið langt frameftir kvöldi.

Toppa alveg að missa sig í grasinu! Ætli hún hafi aldrei heyrt talað um Bumbubana .

Toppa gamla átvagl var næstum búin að drepa sig um daginn í græðgi yfir öllu græna grasinu.Ég færði þráðinn aðeins meira en ég er vön að gera og Hebbi gaf brauð og eftir cirka 3 tíma þá sé ég hana Toppu greyið á hvolfi niður á túni með fæturnar kreppta að sér!
Ég kallaði á Hebba að Toppa væri flækt í girðingunni og æpti að taka rafmagnið af!!!!!
Hann rauk af stað niður eftir og ég svo á eftir og ég kom við í hesthúsinu og greip þar Naglbít til að losa skepnuna úr vírnum!
Það var algjörlega fast í hausnum á mér að hún væri föst í vírnum og ég hugsaði og hugsaði á meðan ég hljóp við fót niður eftir hvernig í ósköpunum heimavön skepna færi að velta sér nærri rafgirðinu og flækja sig en gestahross hafa farið þannig og þá aðallega hross sem eru alin upp við annarskonar girðingar ekki með rafnagni.
EN svo kom það í ljós að Toppa kellingin lá þarna á bakinu á miðju túninu með alla fætur kreppta að sér og velti sér af kvölum!
Hún var með ofátkveisu!!!!!!
Hebbi kom henni á fætur og við tókum undir hökuna á henni og teymdum hana heim í hesthús og þar setti ég múl á hana og labbaði með hana útí stóra hesthús.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ALDREI látið teyma sig frá stóði á hökunni einni saman en það var eins og hún vissi að við værum það eina rétta í stöðunni fyrir hana og við værum að hjálpa henni.
Ég þóttist vera viss að það þyrfti ekki dýralækni því það var enn garnagaul og hún rak viðstöðulaust við og ropaði alveg svakalega...........og fýlan sem kom frá henni!!!!
Svo kom grænt aftan úr henni ,algjör lella!
Í morgun var lystin komin og engann veginn hægt að teyma hana á skegginu
hehehehehehehehe.................Toppa aftur orðin gamla góða Toppa sem lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum:)
Hún er enn útfrá með Vordísi og fer hún niður á tún aftur á morgun en .Þá eru hinar merarnar búnar með mesta og besta grænmetið og mér dettur EKKI í hug að færa svona mikið næst þráðinn!

Blesarnir hennar Deidrie þeir Heljar og Pálmi höfðu það gott í góða veðrinu og steinlágu megnið af deginum.Eða þartil þeir vöknuðu upp við vondan draum og með miklum látun en Pálmi hafði lagst ansi nærri randbeitarþræðinum og þegar að hann stóð upp hefur hausinn farið beint upp í þráðinn,blessuð skepnan fengið stuð í haus og rokið með þráðinn á hausnum langt inní hagann og slitið hann!
Þetta þýddi bara eitt,þráðurinn og staurarnir voru teknir niður og restina fengu þeir og urðu mikið glaðir eftir alla beitarstjórnunina hjá kellingunni .

Talandi um gott veður þá er þetta ekki einleikið með allann hitann hér á suðvesturhorninu.Í gær sá ég líka þetta svakalega fiðrildaflykki fljúga rétt við hausinn á mér og dauðbrá mér!
Set hér inn mynd af eins Fiðrildi og ég sá fyrir tveimur dögum en þetta virðist farið að vera árviss viðburður hjá okkur að fá svona flykki hingað á haustin!
Fiðrildið á myndinni hér fyrir ofan kom til okkar árið 2004 og nú spyr ég eins og auli ef einhver pöddusérfræðingur er að lesa þetta blogg mitt"hvaða tegund af  Fiðrildi er þetta?

Ég bara varð að fá að setja inn þessa mynd sem þú sendir mér Íris mín! Það hlýtur að vera gaman að fara í reiðtúr með góðum vinum og á svona mörgum tegundum af hestum!
Ég sé einn Íslenskann hest,tvo Fjarðarhesta og einn Connemara og svo þekki ég ekki restina?
Þetta er rosalega skemmtileg mynd og reiðtúrinn hefur ábyggilega verið skemmtilegur .
Vona að það sé í lagi að ég hafi birt hana .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535227
Samtals gestir: 57024
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 05:20:30