Heimasíða Ásgarðs |
||
01.08.2007 01:31Minkaveiðar á Snæfellsnesi í góðra vina hópi:)
Það voru höfðinglegar móttökur sem við fengum,sér hús til að sofa í og dýrindis kræsingar bornar á borð fyrir okkur.Holugrilluð lambalæri með meðlæti eins og hver gat í sig troðið. Þarna voru tvær fjölskyldur fyrir utan okkur og tveir hrikalega sætir Silki Terrier hundar. Fyrst var farið niður með árósnum og svæðið skimað um allt og skyndilega urðu tíkurnar spenntar! Fóru að grafa og grafa í moldarbarð og æstust nú leikar! Skvetta hvarf næstum ofaní sína holu og upp kom hún hróðug með agnarlítinn músarunga hehehehehehe........... Ekki veiddist meira þennan daginn en við Hebbi og Bjöggi gengum þónokkurn spöl í viðbót en ekki urðum við vör við þann ljóta.Við köllum alltaf mink þann ljóta og Tara,Busla og Skvetta vita sko alveg hvað það þýðir. Um kvöldið var setið úti á palli með öl og sögur sagðar alveg hægri vinstri og brandarar flugu á víxl. Við skemmtum okkur alveg konunglega í góðra vina hópi og fórum seint að sofa.Ég dröslaði Buslu minni með mér alveg innað rúmstokk því hún átti sko að passa kellinguna.Einhver var svo "vinsamlegur"að reyta af sér nokkrar draugasögur í lokin og eins gott að hafa hana Buslu sér við hlið hehehehehe............ Ein vesældarleg könguló asnaðist yfir gólfið og var Busla ekki lengi að gleypa hana og bjarga þarmeð minni geðheilsu þessa nótt:) Engi smá veiðitík hún Busla mín! Næsta dag vöknuðum við kát og hress og eftir að hafa gleypt í okkur brauð og kaffi þá gerðu sig allir klárir fyrir næstu gönguferð með tíkurnar og núna skildi Garpur kallinn (Silkiterrier:) koma með og redda málunum og finna eitt stykki Mink fyrir okkur.Við örkuðum af stað með fimm hunda og vorum við bara rétt komin niður túnið þegar að Busla og Skvetta ruku uppeftir skurði og gengdu okkur ekki. Auðvitað voru þær búnar að finna Ljóta í skurðinum og geltu og geltu alveg trylltar undir jarðfalli í skurðinum.Allir stilltu sér upp,ég öskraði og öskraði eins og vitleysingur (missi mig alltaf á þessu augnalbiki:) út þaut Minkurinn og Bjöggi sýndi þessa líka rosalegu Minkabana takta að annað eins hefur ekki sést og verður eflaust lengi í minnum haft.Ljóti féll í valinn og þá er einu villidýrinu færra í Íslenskri náttúru. Þá hættu allir að vorkenna honum Garpi hehehehehehehe..............Hann var sko látinn veina þartil hann fór útí og yfir og sá kunni nú hundasund og allir hættu að vorkenna honum:) Skvetta fann Hunangsflugubú og stórskemmdi það með trýninu og Hunangsflugurnar uður alveg trylltar! Verra var það samt með hana Buslu sem lenti í Geitungum en það var sko nóg af þeim þarna!!!!! Ég sá að tíkin var eitthvað voðalega skrítin þegar að hún kom uppúr einum skurðinum og hentist niður rassgatið og var að reyna að ná einhverju á bakinu við skottið á sér.Ég beygði mig niður og ætlað aldeilis að klóra tíkinni minni á bakinu en ég hélt að hana klægjaði þar sem hún næði illa til með að klóra sér en hvað haldiði þið að ég hafi séð!!! Geitung á kafi í bakinu á henni að stinga Busluna mína!!!! Ég náttúrulega stökk í burtu með mitt litla hjarta og Buslan bólgnaði öll upp undan stungunni! Me hero!!! Við meira að segja óðum úti eyjur þarna en fundu ekki fleiri Minka en fegurðin þarna er alveg ómótstæðileg. Við vorum þreytt og sæl eftir þennan skemmtilega göngutúr með eina 6 hunda með okkur.
Góður og skemmtilegur félagskapur í náttúrfegurð sem þessari er ógleymanleg fyrir okkur. Takk kærlega fyrir okkur Bjöggi og Ragna. Heim komum við seint og um síðir og allt var á sínum stað í Ásgarðinum.Við mættum alveg gera þetta oftar við Hebbi minn að drífa okkur aðeins út fyrir landareignina,maður kemur bara hressari og endurnærðari heim aftur. |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is