Heimasíða Ásgarðs

30.06.2007 00:58

Hvolparnir í bólusetningu og læknisskoðun


Það gekk ekkert lítið á í dag þegar að ég fór með alla 9 hvolpana í fyrstu Parvó sprautuna og heilbrigðisskoðun.Ég setti þá í tvö búr og ók svo af stað með alla hersinguna gólandi og vælandi aftur í.
Hrund dýralæknir tók vel á móti okkur og gekk þetta allt hratt og vel fyrir sig.Ég vigtaði og kom með einn í einu,allir fengu Parvó sprautu og allir karlhundar voru með eðlileg eistu og feldur fallegur og glansandi.Sá léttasti var 2.0 kg og sá þyngsti vóg 4.9 kg!
Enda fæddust þeir allir misjafnlega stórir og litlir.
Þegar að ég kom heim aftur með alla pappíra og hvolpana þá tók við myndataka á þeim en ég hef ekki verið nógu dugleg við að taka myndir af þeim enda allt verið á haus hér í hrossastússi.
Það var ekki heiglum hent að festa þessi hvolpaskott á mynd og tók þetta allt voðalegan tíma og árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir.Mest voru þetta myndir af grasi og kannski sást í löpp eða skott einhverstaðar á myndinni.
En núna er um að gera að kíkja við hjá okkur um helgina og fá sér hvolp af gæðakyni þ.e.a.s "hreinræktuðum" minkaveiðihundum .
Busla er móðirin og betri minkaveiðitík og heimilishund hef ég ekki átt.Hún er það allra ljúfasta í heimi og bregður ekki skapi við börn en mink má hún náttúrulega ekki sjá.
Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt sem samsvarar 10 minkaskottum en við höfum miðað verðið á hvolpunum við sama verð og Veiðistjóra embættið hefur verið að selja þá á.
Það fæst nefnilega 3000-fyrir minkaskottið í dag.

Issss......pisssss........hver vill kaupa svona pissudúkku eins og mig?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535227
Samtals gestir: 57024
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 05:20:30