Heimasíða Ásgarðs |
||
27.06.2007 15:26Heilladís köstuð merfolaldi faðir Hrókur![]() Einlitt en samt í lit! Sigurður Dímonar stóð á öndinni þegar að hann hringdi og tilkynnti mér að LM-Sokka væri köstuð og folaldið væri í ólýsanlegum lit? Einhvernveginn mósótt en samt ekki mósótt með rauðum blæ en samt ekki rautt? Það lá við skilnaði á milli Sibbu og Sigga þegar að aumingja Sibba var að reyna að lýsa litnum á því fyrir sínum heittelskaða í síma hehehehehehe......... Sibba mín" svona hestalitur er EKKI til sagði hann umvöndunartóni við Sibbu sína ![]() En þessa mynd tók hún Sibba og sendi mér,takk kærlega fyrir Sibba mín! Mér sýnist þetta folald vera kolótt eins og kýr með rendur á fótum? Hvað segja litafræðingarnir? Svona enga feimni og commenta um þetta litaafbrigði! ![]() Askur Stígandasonur var ekki alveg að sinna hlutverki sínu með merarnar sínar tvær þannig að við ákváðum að skipta út á öðrum degi og settum Óðinn Hróksson í staðinn sem er tveggja vetra virkilega geðgóður og sætur brúnlitföróttur/stjörnóttur foli undan Eðju. Óðinn var ekki lengi að tuska dömurnar til og vorum við steinhissa á því hve ákveðinn þessi tveggja vetra foli er strax á fyrstu mínútunum í hryssum! Hann lét sko ekki vaða ofaní kok á sér og lenti í slag við hana Mön.En svo féll allt í ljúfa löð og hann er bókstaflega í sjöunda himni með merarnar og þær með hann enda gegnir hann hlutverki sínu alveg í botn. Nú er semsagt verið að gera tilraun með að para saman tvö litförótt og verður spennandi að fylgjast með því hvort merin fyljast strax á folaldagangmálinu og hvort hún heldur fóstrinu. Maður er búinn að heyra þvílíkar tröllasögur um að það sé eki hægt að para saman tvö litförótt því fóstrin deyi alltaf og ætla ég að athuga þetta af eigin raun.Þau eru hvort sem er alveg við stofugluggann hjá mér þannig að ég get fylgst mjög náið með öllu ferlinu á milli Manar og Óðins og í gær hleypti hún honum fyrst að sér.Hann er búinn að afgreiða hana Stórstjörnu í nokkra daga og núna er Mön í stuði og allt gengur bara bráðvel hjá Óðinn litla. Vonandi fáum við skjóttan/litföróttan undan þeim og þá verður nú aldeilis athugað með gæðin í gripnum áður en kallað verður á dýralæknir með geldingatöngina. ![]() Buslu var heldur brugðið um daginn þegar að vinur okkar kom í heimsókn með "litla"hundinn sinn með sér.Henni leið leið ekkert smá illa yfir því að þurfa að stilla sér upp með honum í smástund á meðan myndum var smellt af.En þarsem hún er tík og hann er rakki þá var þetta alltílagi og hann lúffaði algjörlega fyrir henni enda með afbrigðum mikill herramaður"hundur"! ![]() Á að láta þenna risa borða mig eða hvað!!?? Hvolpafréttir! Sá sem á hundinn hann Kubb(kærasta Buslu) er búinn að velja sér hvolp úr gotinu.Hann valdi sér ljósa tík sem er númer 2 Annar sem beið voðalega spenntur er líka búinn að velja sér hvolp (númer 1)og nú er um að gera að skella sér í Ásgarðinn um helgina þið sem ætlið að versla ykkur skemmtilegann ævifélaga og líka veiðifélaga en ég get ekki betur séð en þarna séu mjög spennandi og upprennandi minkaveiðihundar á ferðinni.Foreldrarnir eru feikilega duglegir minkaveiðihundar sem hafa nýst frábærlega til að verja æðarvörp hér á Suðurnesjunum. Ég fer með hvolpana í fyrstu sprautuna sína á Föstudaginn og þá mega þeir fara í hendur á nýjum eigendum. Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt. ![]() Kóngur Hróksson fór um daginn austur fyrir fjall til eiganda síns. Það tóku á móti honum algjör bolluhross og einn var ansi grimmur og tætti hin hrossin sundur og saman.En hann var svo hrifinn af honum Kóngi og vildi hafa hann einan og útaf fyrir sig því það var svo góð lykt af Kóngi síðan hann var geltur.Sá grái elti hann á röndum og sleikti lærin á Kóngi á meðan Kóngur úðaði í sig grængresinu og skipti sér ekki af þeim gráa. Alveg er þetta merkileg árátta í hrossum að sleikja sótthreinsi lyktina af nýgeltum og meðhöndluðum hrossum! ![]() Kolluhreiður í Ásgarði. Þessa dagana sjáum við stoltar Æðarkollur streyma niður í fjöru með ungahópana á eftir sér.Eitthvað ætlar þeim að takast þetta í sumar en eitthvað eru þær færri í ár en í fyrra. ![]() Æðarkolla með ungana sína á heimatilbúinni tjörn í Ásgarði. Eitthvað finnst okkur fuglalífið vera minna í ár en Krían er í hinu mesta basli með að koma upp ungum og gengur varpið mjög illa hjá henni í ár eins og undanfarin tvö ár.Alveg ferlegt að vita til þess að þessi litli fugl skuli fljúga alla þessa leið (yfir hálfann hnöttinn) bara til þess sitja hér svöng og sár og bíða eftir haustinu svo hún geti flogið til baka.Ég hef í mörg ár friðað fyrir Kríuna stærstann hlutann af túnunum okkar og einn úthagann svo hún fái frið fyrir fólki og ég líka frið fyrir henni.Þetta hefur tekist svona afbragðs vel og ég og Krían erum mjög sátt. Farin út að vinna gott fólk! Farið vel með ykkur...............þangað til næst ![]() |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is