Heimasíða Ásgarðs

17.06.2007 16:12

Hylling köstuð (16 Júní) merfolald undan Hrók


Hylling Brúnblesadóttir kom með fallega jarpstjörnótt merfolald undan Hrók.Sú fékk nafnið Rán en við erum að reyna að halda okkur við Goðanöfnin enda búum við í Ásgarði.Mér finnst svo gaman að sjá hve keimlík folöldin undan Hrók eru.Eitt einkennir þau alveg svakalegqa og eru það krókaeyrun á þeim sem mér finnast svo krúttleg.Svo eru þau með afbrigðum forvitin og fljót að spekjast.Það er eiginlega alger óþarfi að vera að spekja þau sérstaklega því það gerist yfirleitt sjálfkrafa við fyrstu meðhöndlun.

Rán að leggja sig eftir volgann mjólkursopann.

Hér er Rán með Hyllingu mömmu sinni.Hylling var tamin í tvo mánuði og var mjög fljót til með bæði gang og vilja.Afar ásetumjúk á brokkinu,töltið gott og viljinn mikill.Því miður þá slasaðist hún á afturfæti í girðingu þannig að reiðhestaferill hennar varð ekki lengri.
Rán dóttir hennar fer á sölusíðuna hjá henni Sabine fljótlega en ég er að týna til það sem er til sölu og eru 3 folöld þegar komin þar inn.

http://www.gaedingur.com/index.html



Sama dag og Hylling kastaði þá fæddist hér annað folald undan Hrók en móðir þess er gestahryssa og hefur mér ekki tekist almennilega að kyngreina það folald en sýnist það vera hryssa.Kolbikasvört með stjörnu.Verður einn daginn grátt eins og móðirin.

Jæja elskurnar mínar,má ekki vera að þessu bloggbulli alltaf hreint.
Farin út að sinna skepnunum hér á bæ.Hafið það sem allra best þangað til næst .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59