Heimasíða Ásgarðs

12.06.2007 16:25

Stórstjarna köstuð faðir Hrókur


Stórstjarna kom með fallegan kvöldglaðning,rauðstjörnóttan hest.
Ekkert nema lappirnar og var gaman að fá að fylgjast með henni kasta en við vorum líka svona heppin að fá að fylgjast með henni  í fyrra þegar að hún kastaði honum Þór sem núna býr í Sviss hjá henni Karin.Ég ætla að gera albúm fyrir Stórstjörnu og hennar son þar sem hægt verður að sjá þegar að hann kom í heiminn.
Á sama tíma og merin er að kasta þá skrifar Karin mér póst frá Sviss og sendir mér fallegar myndir þaðan af þeim hrossum sem fóru héðan til hennar í vor.Set hér inn eina fallega mynd af Stíg og Skjónu frá henni Karin .

Stígur og Skjóna í blíðskaparveðri í Sviss í dag .


Hrókur tók á móti gestahryssu og vissi hún blessunin ekki hvernig hún átti að hegða sér gagnvart stóðhesti því hún hafði ekki séð stóðhest fyrr og lét eins og kjáni við hann.Hún hélt nú aldeilis að hún réði því hvar hún væri eða hvert hún færi.Upphófst nú smá slagur þeirra á milli og tók það Hrók þó nokkurn tíma að koma henni saman við hryssuhópinn sinn.En kurteis var hann við hana enda má ekki vera vondur við "konurnar" sínar! Ég sá hann gera nokkuð sem ég man nú ekki eftir að hafa séð hann gera áður.Hann smalaði henni saman við hópinn með því að setja hausinn niður við jörð og reka hana í rólegheitum í hópinn.Eftir það var hann rólegur og fór að skanna hópinn hvort einhver þyrfti á þjónustu sinni að halda.

Og auðvitað fann hann eina sem til var í tuskið.Freisting vildi sko fá sitt og fékk það.Sonur þeirra beggja lét sér fátt um finnast og sneri bara baki í foreldrana enda skildi svoem ekki upp né niður í þessari hegðun foreldranna.
Ein góð spurði mig"og gera hestarnir þetta fyrir framan börnin sín"!!

Dögg frá Hellu faðir Sær frá Bakkakoti og móðir Heilladís frá Galtarnesi sem ég kalla stundum Landsmótsokku til að aðgreina hana frá öllum hinum Sokkunum á bænum .

Ég fékk símhringingu frá Huldu vinkonu minni á Hellu og var hún að láta mig vita af því að eitt "ömmubarnið" mitt væri að fara í kynbótabrautina inní Hafnarfirði.Ég æddi af stað frá öllum verkum hér á bæ til að missa ekki af þessu og auðvitað var cameran tekin með.Þarna var fullt af flottum hrossum og sá fyrsti sem ég rak augun í var hann Rólex frá Búðarhóli.Flottur litur á klárnum og hefur sprungið út í vetur og vor!
Það var gaman að sitja þarna í brekkunni og leika dómara hehehehehehe................mesta furða hvað situr eftir í hausnum á manni eftir námskeiðið á Miðfossum! Enda skilur maður núna enn betur dómarana og er miklu öruggari um þeirra vinnubrögð.

Á heimleiðinni þá keyrði ég framá hestakerru sem hafði losnað aftan úr jeppa og hentist hún útaf og næstum því uppá veginn hinumegin en þar voru tveir bílar sem sáu hana koma á móti sér en sem betur fer á síðustu stundu þá beygði hún til hægri og niður og stöðvaðist.
Einn hestur var í kerrunni en hann slapp sem betur og stóð í allar lappir eftir þetta.

Í guðanna bænum passið allar festingar vel og aðgætið líka hvort að stuðarinn er vel fastur við bílinn ykkar en í þessu tilviki þá brotnaði stuðarinn aftan úr jeppanum!
Sem betur fer þá varð ekki slys hvorki á mönnum nér skepnum í þessu tilviki.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59