
Kóngur nýgeltur og það á sjálfum afmælisdeginum hans!
Eygó eitthvað að aumska sig yfir honum blessuðum en hann var svo sibbinn eftir þetta að hann var ekkert að flýta sér á fætur.
En það leið ekki á löngu að maður stóð upp og fór að kroppa og skoða sig um í nýja hólfinu.

Sokkadís og Tinna komnar að bænum Útverkum á skeiðum.
Þessi helgi er búin að vera strembin skal ég segja ykkur.
Á föstudeginum fórum við með Sokkudís og Tinnu undir hann Stæl frá Neðra-Seli og keyrðum henni Glennu og Pjakk í sinn sumarhaga fyrir austan.Komum með til baka úr Reiðholtinu þær hryssur sem fóru í Reiðskólann á Mánagrundinni og eina til sem er að fara í sölu.
Ég var að vesenast langt framá nótt og þorði svo varla að fara að sofa því von var á Dýralækninum í geldingar næsta morgun og flutningarbíl sem var að sækja merar sem voru að fara norður í land.
Geldingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og á endanum var búið að gelda eina 7 fola hér á bæ.Merkilegt að sjá hve fljótir þeir eru að jafna sig eftir að þeir stóðu upp.Farnir að kroppa og skoða nýja hólfið sem við settum þá í.Sumir meira að segja fóru að tuskast smá!
Mikið kom af fólki í Ásgarðinn til að hjálpa þennan dag og vil ég þakka öllum vel og mikið fyrir alla aðstoðina.Margar hendur og margir fætur unnu létt verk
.