Heimasíða Ásgarðs

07.06.2007 02:07

Freisting og Litla-Löpp kastaðar faðirinn Hrókur

Það tók heldur betur á móti nýjustu folöldunum Suðurnesja rokið með ausandi rigningu.Tvö takk fyrir köstuð sama daginn.
Litla-Löpp kom með brúnskjóttan Hróksson og Freisting var að koma loksins með sitt fyrsta folald eftir margar tilraunir og útskolun síðasta vor og átti hún dökkbrúnt eða næstum svart hestfolald með Hróknum.Gullfalleg bæði tvö með fallegan frampart og hnakkabeygju.

Freistingar sonur skildi hvorki upp né niður í þessari veðurveröld sem hann var mættur í!
Maður sá ekki úr augum fyrir rigningu og roki og gekk ekki vel að ná góðum myndum í veðurlátunum!

Ég fór aftur næsta dag eða kvöld og þá missti ég af birtunni en smelli samt inn mynd af Freistingar-Hróksyninum.Hann er soldið töff og ég get lofað ykkur því að hann verður ÝKT faxprúður!!!!

Hér er Hróksonurinn hennar Litlu-Löpp á fleygiferð á eftir mömmu sinni í rigningunni og rokinu.

Komin í skjól með soninn sinn.Ekki var viðlit að reyna að gera eitthvað fyrir stóðið á meðan veðrið var svona enda engann veginn hægt að hreyfa við hrossunum.OJJJJJJ............ barasta hvað veðrið var ógeðslegt.Hrossin voru ekki hrifin þrátt fyrir að hitinn hafi verið þetta 10-12 gráður yfir daginn.

Hér er maður næsta dag orðinn þurr og fínn og veðrið gengið niður.Sá skjótti er alveg svakalega duglegur að leika sér og sprettur um allt eins og hann væri orðinn nokkurra vikna gamall.Ekkert smá kátur og hress svona glænýr.

Við Hebbi minn settum upp létta rafgirðingu fyrir Glófaxa og Tangó bróður hans en þeir eru alveg við það að fara útá græn grös og steingleymdi ég að venja þá svolítið við áður en þeir færu frá mér.
Glófaxi fékk að vera smá stund úti í gær og svo skipti ég og setti Tangó aðeins út líka.Þetta líkar þeim svo vel að þeir horfa á mig undrunar augum þegar að þeir koma aftur inní stíurnar sínar og býð þeim hey! Skilja ekkert í því hversvegna kellingin skellir sér ekki á hnén og reytir í þá grængresið og fíflablöðin hehehehehe.
Já"Siggi Dímonar! Ég sagði hnén.............ef þú hættir ekki þessum saurugu hugsunum þá set ég sápu útí kaffið næst þegar að þú kemur í heimsókn .Þú ert bara ekki hægt drengur!!!!  ......

Tangó Tappi undi sér svakalega vel líka útí græna grasinu og var erfitt að fá hann til að slíta sig frá því! En það má passa sig á græna grasinu fyrir svona inni hesta svo þeir fái nú ekki illt í mallann sinn og þaðan af verra.Meiri englabossarnir samt þessir bræður því ég teymi þá í gegnum kansínusalinn eins og ekkert sé.Og meira að segja þá tættust Fashanarnir upp um allt þegar að Glófaxi fór framhjá búrinu þeirra og einu viðbrögðin sem hann sýndi var að stoppa og horfa á þessar gargandi og skrækjandi fiðurfávita upp um alla veggi! En það kom nokkuð skemmtilegt í ljós eftir þessa uppá komu í Fashanabúrinu!!!!!

Ein fashænan liggur á 7 eggjum! Við sem höfum verið að reyna og reyna að unga út eggjum frá þeim og hefur það gengið vel en næstum ómögulegt er að halda lífinu í ungunum.Þeir klekjast vel út og eru hinir brattastir en svo eftir 3-5 daga þá fjara þeir bara út og deyja.Ef einhver fuglafróður maður getur sagt okkur hvað við eigum að gera (ætlum að láta Fashænuna í friði með þetta) en aðal spurningin er eigum við að láta hina fasahanana vera áfram í búrinu eða fjarlægja þá í rólegheitum??? Hvað er sniðugast að gera???

Endurnar eru allt annað mál en þær voru reknar inn í vor þegar að okkur var nóg boðið þegar að Mávarnir týndu upp öll eggin þeirra.Þær eru farnar að liggja á eggjum og eru hinar illúðlegustu og hvæsa á mann ef maður kemur nærri þeim.3 eru orðnar vel fastar á hreiðrunum sínum og þá eru eftir 4 sem eru enn að reyna að átta sig á því hvað þær eiginlega eiga að gera.Verpa enn hingað og þangað og stelast um allan kanínusalinn.

Endurnar eru voðalega hrifnar af refakössunum sem nóg er til af hér á bæ.Þessi liggur á 19 eggjum aðeins! Ég kem til með að létta á henni og taka eitthvað af þessum eggjum og setja í útungarvélina.

Hebbi er búinn að unga út einhverjum ósköpum af Kornhænum (Quale) og verða þeir tilbúnir til afhendinar fyrir þá sem vilja kaupa sér par eða bara stakann fugl eftir cirka 5-6 vikur.Þá verða þeir orðnir kynþroska og farnir að verpa á fullu! Það er virkilega gaman að þessum krílum og eggin ekkert smá góð á bragðið! En fyrir þá sem ekki þekkja þessa tegund þá verpa þessir fuglar svipað og íslenska hænan.Eitt egg á dag á meðan bjart er. Farin að sofa því á morgun fer Sokkadís að hitta Stæl frá Neðra-Seli og önnur hryssa með henni.Nú svo ætlar hún Glenna að fara austur með hann Pjakk litla sem er nú hreint ekki lítill lengur!
Þangað til...............farið vel með ykkur .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537384
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:09:59