Heimasíða Ásgarðs

31.05.2007 14:26

Skráma köstuð merfolaldi faðir Grallari frá Syðra-Kolugili


Skráma kastaði óvænt síðasta daginn í Maí en við bjuggumst ekki við folaldi fyrren um mitt sumarið.Þetta er áttunda folaldið í í Maí og er þetta algert met í Maímánuði hjá okkur.Magga á bæði merina og folaldið og líklega er þetta meri en liturinn er að vefjast svolítið fyrir okkur.Móðirin er rauðlitförótt og faðirinn er/var brúnlitföróttur en hann fórst af slysförum í vetur fréttum við.Folaldið er háfætt og myndarlegt og lýtur það út fyrir að vera móálótt á búkinn en kannski er það brúnt og litförótt.Einhver grár blær er á folaldinu og er spennandi að vita hvernig liturinn á því þróast.

Talandi um fallega byggingu þá er hér mont mynd af Eðju-Dímonarsyni að sperra sig og teygja.Ohhhhhh........ég ætla sko að vona að hann verði litföróttur en það kemur í ljós eftir nokkrar vikur.
Sabine Sebald vinkona mín var að gera ansi flott fyrir þá Dímon Glampason og Hrók Kormáksson.Kíkið á linkana hér fyrir neðan:

http://www.gaedingur.com/hrokur.html
og
http://www.gaedingur.com/dimon-stallion.html


Skjónu-Hróksdóttir er afskaplega forvitið folald og skemmtilegt.Kemur til að skoða mann og svo þýtur hún af stað með látum til mömmu sinnar! Ég er alveg á báðum áttum með hvort ég á að selja hana eða ekki.Langar afskaplega til að eiga hana en veitir kannski ef af peningnum.Ég setti mér þá reglu að ég mætti setja á 2 folöld fyrir okkur á ári en restin yrði seld og svo er folaldakjöt alveg sjúklega gott á grillið! Úffffffffffff...............nú hneikslaði ég einhvern ! Eitt í frystikistuna að hausti er flott fyrir okkur.Og ég tala nú ekki um hve hollt þetta kjöt er,ómengað af lyfjum og öðrum óæskilegum efnum.

Þessa fallegu mynd tók hún Magga af bakkanum hjá okkur.Garðskagavitarnir í baksýn og sjórinn sléttur á Suðurnesjunum .Já"stundum er logn á Suðurnesjum og veðrið er hreinlega búið að leika við okkur síðustu dagana.
Svo loksins fór að rigna eftir alla blíðuna og sólina og var rigningin kærkomin fyrir gróðurinn sem farinn var að gulna.
Æðarfuglinn er fainn að skoða hjá okkur landið og er rétt að byrja að verpa.Krían sem kom og fór kom aftur og núna er hún búin að hertaka Ásgarðinn eins og vanalega.Ég hef varið hana með kjafti og klóm fyrir ágangi fólks sem kemur hingað á vorin og veður yfir allar girðingar,brýtur staura og er með kjaft. Ég hef fengið allskonar óþverra framan í mig fyrir að vilja fá frið með mitt land og "mína" fugla og núna í vor þá var ég svolítið fegin að Krían skildi fara aftur.
En þá sá ég mig í anda í friði með alt hér og ágangur fólks inná landið okka myndi minnka.En þá tók eki betra við.Mávurinn sat hér um eggin úr Aliöndunum okkar og urðum við að reka þær inní hús til að fá frið með eggin sem við höfum selt.Núna eru þær farnar að liggja á eggjum inni og fá frið þar til þess fyrir þessum fljúgjandi ruslatunnum sem vargurinn er.Hér hafa setið á hverjum staur Mávar og engann veginn fær maður frið með eitt eða neitt fyrir þeim.Þeir rífa og tæta ruslapokana fyrir utan hjá manni ef ég set þá ekki strax í tunnuna.Vonlaust er að gefa brauð útí hagann en þá flykkjast þeir að manni með þvílíkum gauragang að menn og skepnur verða hreinlega hræddir!
Ég hætti semsagt við það að vera fegin að Krían fór og svo loksins þegar að hún kom aftur þá lagaðist ástandið því Mávurinn á vængjum sínum fjör að launa og Krían lætur hann sko hafa það óþvegið núna hehehehehehehe..................
Hún er miklu þrifalegri fugl og lætur ruslið í friði og hægt er að gefa út brauð án þess að verða fyrir árás frá henni við það.
Heldur vil ég lifa við Kríugerið hér heldur en Mávager sem rífur allt og tætir.Ég get þó samið frið við kríuna með því að friða fyrir hana svæði og þá get ég hengt út þvott og farið út með ruslið án þess að fá hana í hausinn á mér.
Krían og ég gerðum nefnilega samning okkar á milli fyrir nokkrum árum,hún fær að hafa stærsta túnið hjá okkur undir varpið og einn til tvo haga og þá fæ ég að hafa húsið mitt í friði og landið þar í kring.
Ástæðan fyrir því að ég verð svo reið útí fólk sem er hér að vaða inní tún hjá mér og tína undan henni eggin er sú að þá færir Krían sig bara nær bænum mínum og ég sit eftir hér með sárt ennið öll útgogguð og reið.
Fyrir utan það að fólk á ekkert með að vaða hér yfir girðingar og taka það sem því hentar!
Ég gæti sagt ykkur margar ljóta sögur af því hvernig fólk hegðar sér við fuglana og náttúruna.Ég hef séð krakka koma og taka Æðaregg og setja í poka,síða var pokanum með eggjum hent utaní útíhúsin hjá okkur og skilin þar eftir mölbrotin.Til hvers???
Hebbi sá fullorðinn mann með Lóuegg sem hann sagðist hafa fundið og var maðurinn þvílíkt ánægður því hann hafði aldrei áður fundið svona STÓR KRÍUEGG!!!!
Hópur af fólki kom hingað seint á sumrin og týndi stropuð Kríuegg gagngert til þess að steikja ungana með fiðri og öllu og hét þessi réttur þeirra einhverju sérstöku nafni í þeirra heimalandi.
Svo urðum við vitni að ljótum leik um daginn.

Við sáum bíl ekið á miklu hraða eftir veginum hjá okkur og svo virtist sem fugl hefði lent undir bílnum því fiður þyrlaðist um allt undan honum.Ökumaðurinn stoppaði og gekk aftur fyrir bílinn og bograði yfir einhverju og sneri svo bílnum við á veginum og keyrði til baka og þá sá ég að fugl hékk aftan í bílnum og hafði hann verið bundinn við bílinn.Síðan slitnaði þráðurinn og enn sneri bílstjórinn við og núna var keyrt yfir fuglinn þvers og kruss þangað til nánast ekkert var eftir af honum.
Við sjáum alltof mikið af svona hegðun hér á veginum gangvart fuglalífinu og þegar að við reynum að verja þessi liltu grey sem eru að berjast við að koma upp ungum sem eru svo keyrðir hér niður í leik þá blöskrar okkur gersamlega.
Seinnipart sumars hafa krakkarnir gert sér það að leik að keyra niður kríungana sem sitja á veginum og eiga sér einskis ills von.
Þau keyra á ofsahraða í gegnum fuglahópana,snúa svo við og telja hræin og gefa sér stig fyrir hve mörgum þau náðu.
Svona hegðun á sér stað hér á okkar vegi og Stafnesi og líka hef ég heyrt um þetta í Vogunum.
Ég hef mest talið hátt í 200 hræ hér á veginum eftir svona hegðun og þykir okkur miður að horfa uppá þetta ár eftir ár.
Sem betur fer þá eru þetta örfáir sem hegða sér svona.
Og svo er fólk hissa á því hvernig við reynum að verja hér allt með kjafti og klóm!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1397
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537777
Samtals gestir: 57200
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:54:39