Villmey kastaði í morgun jörpu merfolaldi undan honum Hrók. Þetta líst mér vel á að fá merfolöld og er sú stutta bráðhugguleg og lappalöng eins og pabbinn.Það var ekki æsingurinn í þeim þegar að ég læddist að þeim með cameruna og tók myndir í gríð og erg. Hún var ekkert smá róleg og mátti ég liggja hjá henni og taka myndir og meira að segja taka í taglið á henni og kíkja undir! Þá var þeirri gömlu alveg nóg boðið og forðaði afkvæmi í burtu! Komdu hérna dóttir góð,enginn friður til að hvíla sig svona nýkomin í heiminn.Svo skrölti sú stutta á eftir mömmu gömlu á óstyrkum fótum greinilega glæný og rétt orðin þurr.
Tittirnir útí veðurblíðunni í dag.
Smá fréttir fyrir þá sem eru að bíða eftir að tittirnir þeirra verði geltir.Ég hringdi í dýralækninn okkar og spurði hann hvort honum þætti veðrið ekki upplagt til að gelda og þá svaraði hann því til að það væri í það minnsta blíðskaparveður þarsem hann væri. Hann sat í lest í Danmörkinni og naut útýnisins útum gluggann. Hann ætlar að hafa samband við mig á Föstudaginn og ákveða þá daginn en allt fer þetta eftir veðurspánni. Og fyrir þá sem létu Dna testa og örmerkja hér í vetur.Vinsamlegast greiðið inná reikninginn minn 1192-05-400339 Kt. 250766-4839 núna um þessi mánaðarmót.Stóri reikningurinn er kominn og ætla ég að borga hann ekki seinna en helst NÚNA . Fyrir þá sem létu bara taka Dna úr hrossinu sínu er upphæðin 3500- og fyrir þá sem létu örmerkja er upphæðin fyrir örmerkinguna 2500-. Nú sumir létu bæði taka Dna og örmerkja og þá er það 6000-.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.