Heimasíða Ásgarðs

28.05.2007 16:26

Halastjarna kastaði rauðstjörnóttu merfolaldi undan Hrók


Ég fékk hryssu undan Halastjörnu! Nú er "amma" ánægð og vona ég að hún verði jafn glæsileg og Hel alsystir hennar var þegar að hún var tryppi.

Svo er stjarna á manni og líka smá hökuskegg hehehehe.....
Kannski þetta folald komist á sölusíðuna hjá Sabine vinkonu minni!
Líklega kemst hún þangað vegna litarins en rautt selst ekki alveg jafn hratt og td vindóttu og skjóttu litirnir .En fallegar eru línurnar í henni og er ég himinánægð með útkomuna.
Við hjónin erum ekki alveg sammála með hvenær tímabært er að fella elstu merarnar hjá okkur og er blessunin hún Halastjarna á síðasta snúning finnst mér.Hún ásamt Villimey þyrftu að fara að fá hvíldina sína því þær eru orðnar svo ragar í hóp á veturna og þarf að passa sérstaklega uppá þær í rúllu.
Sé til og ákveð það í haust hvernig þær verða eftir sumarið og haustið.Þetta er það erfiðasta við ræktun,það er að kveðja gömlu merarnar eftir áralanga ræktun og ekki gaman að fella þær og þá sérstaklega þær sem hafa verið að gefa gott og eru þægilegar við mann í td ormahreinsun og öllu stússinu sem fylgir þeim.
Ég vil frekar fella þær tímanlega en að láta þær snögg veslast upp ef eitthvað kemur fyrir.Það getur ýmislegt komið uppá með gömlurnar og betra að leyfa þeim að fara fyrr en seinna og muna þær þá í góðu ásigkomulagi en td veikar og vesælar á grafarbakkanum.Það er mannúðlegra eða svo finnst mér.

Það var sko engin smá fart á honum Hrók þegar að hann áttaði sig á því að við vorum að koma með stóran brauðpoka niður á bakka!
Það kann hann vel að meta og úðar því í sig sem mest hann má.
Hann er með eindæmum rólegur í merunum og mega þær vera hreinlega útum allt á kroppinu og skiptir hann sér ekki af þeim nema þegar að þær vilja fá hans þjónustu.Klárinn fitnar og fitnar!
Mér er nú ekki farið að lítast á blikuna því hann er að fara í þjálfun til Agnars Þórs í byrjun Júlí  og í síðsumarssýningu og mér datt bara ekki til hugar að hann Hrókur færi að bæta svona á sig kílóum um há anna fengitímann!
Er ekki best að bæta á hann merum svo hann hreyfi sig klárinn og verði mátulega slimm áður en hann fer!
Hér með auglýsi ég 5 pláss laus undir klárinn framtil 1 Júlí.Hann er alveg bráðduglegur að fylja,góður við merar og folöld og það er ekkert mál að bæta á hann merum þó hann sé kominn saman við stóðið.Endilega hafði samband við mig í síma 869-8192 ef þið viljið koma meri undir hann og fá með eindæmum geðgott afkvæmi,auðtamið og þægilegt við að eiga .Því get ég lofað .

Hann Sigurður yngri frá Norðurkoti kom ásamt Palla pabba sínum að líta á hvolpana hennar Buslu og Kubbs.Þeim leist vel á öll Buslu-Kubbsbörnin og Siggi var alveg til í að vera áfram hjá þeim í stóru stíunni og leika við þá frameftir kvöldi.
Þeir feðgar eiga fyrsta val á hvolpi enda sköffuðu folatollinn en þeir eru eigendur að honum Kubbi.
Margar frægðarsögur fuku yfir kaffibolla af Kubb og Buslu á víxl og var gaman að fá þá feðga í heimsókn.
Góðar fréttir eru af Buslunni og skyndilega er hún fari að stíga í fótinn sinn meira og meira og erum við vongóð um að nú fari þetta að koma hjá henni.Hún er mikið ánægð með mig og mína hjálp við hvolpana en ég er farin að gefa þeim kjöt og blása þeir út og eru hinir gráðugastir í matinn.Þetta léttir verulega á tíkinni og má hún ekki léttari vera.Smá saman er hún geldast upp en ég er vön að gefa hvolpunum mat 4 vikna en ekki 3 vikna eins og ég geri núna.
Við lentum í smá hasar en þannig er að Veiðibjalla verpti í hagann hjá okkur annað árið í röð og í fyrra eyðilögðum við eggin hennar og gerðum þar með vitleysu.
Í ár er ætlunin að skjóta hana á hreiðrinu en hún var svo vör um sig að Hebbi náði ekki að komast í færi við hana en náði í staðinn tveimur öðrum Veiðibjöllum í einu skoti!
Busla tapaði sér hreinlega í látunum við hvellinn og rauk af stað og notaði fótinn sinn óspart við að hemja aðra Bjölluna sem særðist og lagði á flótta.Hérna stendur hún í alla fjóra fætur!!!

Ég verð að segja ykkur smá sögu af kallinum mínum.Þessi saga er fyrir okkur konurnar að lesa........því einhvernveginn grunar mig að flestar konur sjái sinn mann í þesssari litlu sögu hehehehehe.....

Þannig er að við Hebbi minn erum stundum að berjast við svefnvesen útaf giktinni sem er að hrjá okkur í tíma og ótíma.
Eina nóttina um daginn þá bylti kallinn sér óspart og svaf svo illa.Undir morguninn var hann alltaf að vakna og fannst eitthvað vera að hrjá hann innvortis og var með verk í síðunni.Hann var svo eitthvað ómögulegur í síðunni og fannst jafnvel hann finna æxli eða eitthvað torkennilegt og spann hann heila sögu í huganum um sjúkrahúslegur og uppskurð og allann bara pakkann sem því fylgir.
Svo kom að kall vaknaði almennilega eftir þessa erfiðu nótt og sest upp í rúminu alveg örmagna og strýkur síðuna hel auma að hann sér að lakið er ekki í réttum lit! Það var allt rautt og brúnt akkúrat þar sem hann hafði legið! Ætli æxlið  hafi sprungið um morguninn???
Svo kom skýringin!
"RANSÝ".............................varstu að borða M&M uppí rúmi í nótt!!!!!




Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1397
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537777
Samtals gestir: 57200
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:54:39