Eðja var mikið montin með nýja soninn sinn þegar að ég kom niður á bakka til að aðgæta lit og kyn.Mér sýnist hann vera með sama vindótta litinn og hún mamma sín og svo er bara spurningin hvort hann verður líka litföróttur eins og hún! Merin var ósköp róleg og mátti ég snerta soninn og gat ég lyft taglinu svo að það er alveg öruggt að hann er strákur en ekki stelpa. Hann væri nefnilega seldur ef hann væri merfolald og var búið að handsala hann í vetur. Dímon Glampasonur pabbinn fór um daginn í ungfolamat og stóðst það með prýði. Ég hvet þá sem eru spenntir fyrir ræktun og eru að hugsa sig um undir hvaða hest þeir eiga að leiða hryssuna sína að hafa samband við Sigurð Arnar í síma 848-5099 og panta undir hann Dímon frá Neðra-Skarði en það eru laus 2-3 pláss undir hann í sumar. Þetta er foli með bjarta framtíð og gaman verður að fylgjast með framvindu mála næsta vetur og vor og vita hvernir hann kemur út í tamningu.Stefnt er með hestinn alla leið í kynbótabrautina og á hann fullt erindi þangað.Hann er fimmgangshestur og toltið verður ekki vandamál hjá honum því hann rúllar það auðveldlega frjáls og brokkar auðvitað og svo hef ég séð hann skeiða líka. Ég er minnsta kosti vorðalega spennt fyrir þessum folöldum sem ég fæ undan honum og ligg á bæn að folaldið undan sokkudís og Dímon verði hryssa .Það eru komnir tveir strákar og núna viljum við fá hryssu/r en það eru tvær ókastaðar enn sem fengu við Dímoni í fyrra.
Nú er bara spennan hvort Eðjusonur sé efni í framtíðarstóðhest eða? .Ætla að hugsa málið með hann en set hann samt inná sölusíðuna hjá Sabine fljótlega.Ef hann selst ekki þá hef ég hann með kúlunum og sé til hvernig hann þróast. Svo er maður með stóra fallega stjörnu í þokkabót! Ég tók miklu fleiri myndir í dag í góða veðrinu og eina geggjaða af vindótta merfolaldinu! Verð að hætta þessu bulli gott fólk og fara að huga að skepnunum á bænum . Smá viðbót 27 maí. Það er sko aldeilis líf í tuskunum hér á bæ..............Dímonarsonur er seldur!
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.