Heimasíða Ásgarðs

16.05.2007 13:50

Hera kastaði merfolaldi 15 Maí



Innilega til hamingju Magga mín með merfolaldið undan Heru og Rösk Illingsyni frá Lambanesi.Sniðugur litur á folaldinu þínu . Ég fór í eftirlitsferð niður á tún í dag og allt í stakasta lagi með alla.Sumir voru á kroppinu á meðan aðrir fengu sé lúr í góða veðrinu og enn aðrir voru að éta úr rúllunni.


Hrókur að vakna og teygir sig á alla kanta.

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég náði ekki að taka hana Moldu frá Hrók eða Hrók frá Moldu þannig að Molda er fengi við honum aftur.Hef nú svosem ekki stórar áhyggjur af því eftir allar æfingarnar með Glennu og soninn hennar hann Pjakk sem fæddist í Janúar í vetur.Núna veit maður hvernig það er að vera með vetrarkastað folald og er það heilmikil vinna en skemmtileg.

Krían kom loksins þann 14 maí og hefur ekki verið svona lengi á leiðinni hingað í tugir ára.Eitthvað held ég að hún sé hissa á því að ég sé búin að taka af henni Flugvöllinn (tún) en Hrókur og hans dömur eru með það tún frameftir sumri á meðan bakkinn er að gróa fallega upp eftir að hafa verið tekinn í gjörgæslu og fiskislóg dreift yfir hann mest allann.Það verður spennandi að vita hvort hann grær ekki vel upp undan þessu og hvort nýji grjótvarnargarðurinn gerir ekki sitt gagn en núna væntum við þess að sandurinn hætti að fjúka yfir bakkann og kaffæra allt gras þar á veturna og vorin.

Þessa dagana erum við í girðingarvinnu og mikið að gera hjá okkur.Kallinn minn er svo hrikalega nákvæmur að það er varla hægt að vinna með honum!Hvað haldiði að hann hafi gert í gær?
Hann reif upp nokkra staura aftur vegna þess að þeir voru ekki í beinni línu við spottann og það er sko ekki auðvelt að koma þessum staurum niður fyrir grjóti og klöppum!
Og auðvitað er þetta voðalega fínt og flott og allt í beinni línu og í dag á að halda áfram og setja netið á svo að hægt verði að hleypa gibbunum í hólfið sitt með lömbin sín.Ein er enn óborin en það er hún Tóta frá Grindavík.Mig hlakkar ýkt til að hún komi með lamb þá hættir hún kannski þessu eilífa brauðjarmi á mann arg arg!
Hvernig stendur á því að maður hlustar ekki á þá sem reyndari eru og passar uppá að gera gibburnar ekki svona brjálaðar?
Man það næst að gefa brauðið eða fóðurbætinn á garðann eða í jötuna eins og hjá hrossunum .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1087
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537467
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:31:45