Heimasíða Ásgarðs

07.05.2007 12:39

Molda köstuð 6 Maí


Molda kastaði brúnstjörnóttu hestfolaldi í gær.Innilega til hamingju með folaldið þitt Ásta mín.Ég hef verið á háréttum tíma með að setja merarnar niður á tún og bakka og Molda kastaði á þeim stað sem merarnar vilja kasta á.Þær fara niður á bakka og lengst útí enda og kasta vanalega rétt við litla tjörn sem þar er.Bakkinn er allur að grænka og taka við sér en núna bíðum við eftir steypiregni svona rétt til að grasið spretti upp með látum þá er þetta komið.

Molda geispaði bara stórum og var hin rólegasta með nýja folaldið sitt.Hún var óvanalega róleg núna og mátti ég koma ansi nærri henni með cameruna.Ætli hún sé ekki farin að átta sig á því að það ætlar enginn að taka krílin frá henni,bara smella smá myndum .

Hrókur og Toppa verða tekin inn í cirka viku því ekki vil ég að hann setji svona fljótt annað folald í Moldu en þá kæmi það í Apríl á næsta ár.Ég eiginlega bjóst ekki við folaldi svona snemma í Maí en þetta sleppur vegna þess hve grænt er orðið og svo stendur Molda sig svo vel sem móðir og mjólkar mjög vel börnunum sínum.
Toppa er fínn sem félagskapur fyrir klárinn inni við á meðan Molda gengur í fyrsta sinn eftir köstun.Svo fær hann að fara aftur í hópinn sinn.

Veðurblíðan síðustu daga er búin að vera einstök.Allt að grænka og það sem borið var á rýkur upp úr jörðinni.Við erum búin að fá þónokkuð marga tanka af slógi (fiskiúrgangur) og hefur honum verið sprautað hér yfir bakkann og hluta af túnunum.Ekki er nú lyktin góð en svakalega grænkar allt fallega undan þessu.Ég passa vel uppá að hryssurnar fái rúllu með túnunum og hef opið inná Flugvöllinn (Túnið var flugvöllur:) svo hryssurnar fái óáborið með líka því annars geta þær fengið í lappirnar af sterkjunni.Það hafa ófá hross farið í löppunum hér á Suðurnesjum sem beitt var á vorin undir iðagrænum Fiskihjöllunum.Tala nú ekki um hvað þau múkkuðu illa sum hver.

Svona var ástandið á folöldunum fyrir nokkrum dögum.Steinlágu um allar jarðir og nutu veðurblíðunnar.

Snæugla Snæsdóttir svaf svo fast að ég var næstum dottin um hana í haganum!

Sokkadís alltaf jafnsæt og fín.Ég á folaldið sem er í henni í ár og Sabine vinkona ætlar að setja hana undir ungann og spennandi stóðhest og fer að líða að því að hryssan fari austur fyrir fjall að hitta hann.Á meðan bíður hún róleg með öðrum hryssum sem ekki eiga að fá að hitta hann Hróksa í sumar.Enda fer maður ekki að para hana saman við pabba gamla!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1087
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537467
Samtals gestir: 57183
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 10:31:45