Heimasíða Ásgarðs

04.05.2007 01:03

Hrókur kominn í merarnar!


1 Maí fór Hrókur niðurá tún og náði ég og Magga að ormahreinsa 6 merar og snyrta hófa á þeim og svo fengu þær að hitta drenginn.Hann var alsæll með "konu"hópinn sinn og tók vel á móti þeim.
2 Maí náði ég alein og óstudd "gamla" konan að ormahreinsa og snyrta 4 merar í viðbót og niður á tún fóru þær til Hróksa líka.
3 Maí sótti ég restina af merunum en þar fóru 3 í viðbót niður á tún til hans og hann hreinlega tók varla eftir þeim!Ég var með cameruna á lofti og ætlaði sko að ná einhverjum svakalegu heilsumyndum (hross að heilsast:) en það gekk eitthvað illa hjá mér en þó náði ég smá myndum þarsem hann heilsaði nýjustu dömunum sínum.Síðan týndi ég klárnum en fann hann inní hesthúsi að kíkja ofaní stallana eftir einhverju góðgæti.Einhver eru nú rólegheitin hjá honum og furða ég mig stundum á því hvernig hann fer að því að fylja hryssurnar hehehehehehe............

Þarna ætlaði hún Mön að tuska Hrók eitthvað til en hann lét hana blessaða vita að hann léti nú ekki vaða alveg ofaní kokið á sér.
Sjáiði hana Toppu gömlu Náttfaradóttir lengst til vinstri!
Eina ferðina enn er hún tóm og nýtur hún þess að vera stóðmeri og er bókstaflega alltaf í hestalátum.Hrókur má ekki segja eitt einasta boffs þá mígur hún niður hehehehehe.......

Hrókur var alveg yfir sig hrifinn af Glennu og vildi endilega fá han líka til sín og Glenna var alveg til í að vera hjá honum en en en.......mannfólkið stjórnar þessu og allt í rafmagni .
Glenna nefnilega flutti í heimahesthúsið og unir sér þar vel.
Spennan var orðin of mikil uppí stóra hesthúsi og ekki þorandi að hafa hana þar öllu lengur nærri 8 stóðhestum í vorham!
Ég er búin að vera svakalega dugleg í vikunni og núna sér fyrir endann á hrossaflokkuninni hjá mér.Öll veturgömlu hestfolöldin eru komnir sér og merfolöldin sér.Ekki seinna vænna að skilja þau að áður en svallið hefst á þeim því allir eru að verða svo svakalega frískir eitthvað og folaldahamurinn að detta af þeim greyjunum.

Ég var að rölta um svæðið sem á að girða fyrir kindurnar um helgina og þá sá ég voðalega laumulegt Tjaldapar í móanum á undan mér.Haldiði að þau séu ekki búin að verpa!
Á heimleiðinni sá ég Sandlóu við vegkantinn heim að íbúðarhúsinu og skaust hún útí móa á harðahlaupum og tilbaka þegar að ég var farin framhjá.Enn eina ferðina verpir hún þarna og ausa bílar sem koma hingað og fara vega rykinum yfir hana! Þrautseigjan í þessum litla fugli að verpa þarna á sama stað ár eftir ár.

Ein af Aliöndunum okkar týndist um daginn og hélt ég að Rebbi eða Minkurinn hefði náð henni og dreif ég mig í að smala restinni eða alls 9 stykkjum í hús.En það leið ekki langur tími þartil við heyrðum blaður fyrir utan dyrnar og þarna stóð hún alein og heimtaði sinn mat og engar refjar.Líklega er þetta sama öndin og hvarf svona í fyrravor og var hún þá farin að liggja á eggjum ogn létum við hana í friði með það og einn daginn kom hún voðalega montin með 1 unga á eftir sér.Vanalega eru þeir hátt í 10 stykki og kannski hún komi með fleiri í ár.
Hinar verpa og verpa í gríð og erg enda gott að finna eggin núna í hænsnahúsinu en ekki um allar jarðir.
Vikan er hreinlega búin að fjúka frá mér! Ég hélt að það væri Þriðjudagur í dag en þá er að koma Föstudagur!!!!
Það er brjálað að gera og ég alveg að farast úr vorspenningin.
Kemst varla inn á kvöldin ú verkunum því að það er endalaust gaman að vera útí þessu yndislega vorveðri sem búið er að vera síðustu dagana.Er að koma inn stundum ellefu-tólf á miðnætti og alveg útkeyrð og yndislega þreytt.Svona á lífið að vera!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1397
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537777
Samtals gestir: 57200
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:54:39