Busla greyið er orðin lafmóð og farin að skjálfa af og til.Allt tilbúið og vildi hún láta lyfta sér í kassann sinn í kvöld.Núna bíður maður bara spenntur eftir hvolpunum og ég veit að fleiri bíða spenntir en það eru nokkrir búnir að panta sér hvolp. Sá sem á pabbann að hvolpunum fær fyrstur að velja sér hvolp. ég ætla að vaka með henni þartil allir eru komnir í heiminn og gæti nóttin orðin löng en það er allt í lagi.Einhvern veginn grunar okkur að hvolparnir verði 7-8 talsins en blessuð tíkin er með svo stóra bumbu og iðar allir núna inní henni og mikið að ske.Vona að þetta gangi vel hjá henni. Læt ykkur vita um leið og allir eru komnir í heiminn .
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.