Heimasíða Ásgarðs

28.02.2007 01:30

Reiðhrossin mín:)

Hringur fór með okkur Hrók inná Mánagrund en það var námskeið í kvöld hjá Trausta Þór.Högni járnaði Hring að aftan en hann var búinn að missa undan sér afturfótaskeifu og á meðan við Hrókur voru að læra hitt og þetta hjá Trausta þá fór Eygló hring á Hring og um leið og hann var krafinn þá fann hún að hann kveinkaði sér.Þá er bara eitt um að ræða,hvíld og svo röntgenmyndir af drengnum fljótlega.Hrókur og ég stóðum okkur eins og hetjur á námskeiðinu,klárinn kann allar þessar kúnstir og má með sanni segja að hann er algjör öðlingur þessi klár.Þvílíkur lúxus að þurfa ekki að berjast við hann eins og ég þarf að gera við Biskup bróðir hans.Það er líka tími kominn til að ég fái einn rólegann sem er þægilega viljugur og gerir það sem beðið er um:)Fyrrverandi reiðhestar hafa verið upp og ofan.

Funi minn fyrsti var náttúrulega bara brandari.Nenni ekki að eyða pikki í hann blessaðann hér:) Lærði samt ýmislegt af honum og þá aðalega hvað mig langar EKKI að rækta:)

Næstur kom Losti og hann var bara taugaveikluð púðurtunna sem varð svo hauglatur loksins þegar að hann tamdist.Hann var skotinn á færi eftir að hafa lent manna á millum í hestakaupum.

Svo kom hann Neisti sem var undan Stokkhólma-Rauð þægur hestur sem ég hafði þónokkra ánægju af en seldi og fór hann undir unglinga á sveitabæ sem tók að sér vandamála börn.Þar var hann í miklum metum í mörg ár.

Síðan eignast ég Sprota undan Gáska frá Hofstöðum.Lítill,kvikur og óútreiknalegur hestur en með afbrigðum fótviss.Hann var með stag og lét ég skera það og þá fyrst varð hann vitlaus og fór að sýna hvað í honum bjó loksins þegar að ekkert hefti hreyfingar hans:)Stagið var svo slæmt að það sást vel hvernig hann hálfdró annann afturfótinn á eftir sér og risti hann rák í snjóinn.Eftir uppskurðinn bar ekki á þessu.Hann var of lítill fyrir mig og leiðinlega kvikur.

Næst kemur Forkur frá Sandfelli,hreinræktaður Hornafjarðarhestur.Hörkuduglegur,góður í ferðalögin og mjög skynsamur hestur.Hann var alltaf eins og lamb þegar að við Sigrún vorum að vinna við tamningartrippin.Taumléttur,fínn og rólegur.En ef ég var td í samreið þá átti hann það til að læsa sér í beislinu og reyna að taka völdin og rjúka með mig.Hann var með tungubasl og með bólgur í baki sem ollu helti ef hann var járnaður "rétt".Annar hófurinn á afturfætinum varð að vera skakkur þá fann hann minna til í bakinu! Þorvaldur Dýralæknir fékk hann tvisvar lánaðann í ferðir Fjallabaksleið og var mikið hrifinn af klárnum og klárinn af Þorvaldi.Hann treysti honum yfir allar þær ár sem fara þurfti yfir og svokallað Nautavað sem var þá búið að taka 18 mannslíf.Ekki var hann svona ánægður þegar að frúin hans Þorvaldar skellti sér á bak honum í seinni ferðinni en þá rauk Forkur svo svakalega að aumingja Anna Lauga hélt að þetta væri sitt síðasta!Hann blindrauk með hana meðfram Láxárgljúfrum og var víst þverhnýpt niður á aðra hönd!!! Þessi roka endaði svo inní miðjum rekstri og sem betur fer varð ekki slys.
Ég átti Fork í tíu ár og oft lá við að hann ryki með mig.
Í síðasta Vigdísavallartúrnum okkar missti hann stjórn á sér blessaður og rauk af stað og framundan var bratt fjall og ég hafði svosem engar stóra áhyggjur og hélt mér bara fast.Hann lét sig vaða á stökki yfir Festarfjallið og áfram hélt hann og alla leið að rimlahliðinu fyrir ofan Hraun.Þar var sem betur fer bíll stopp í rimlahliðinu og ég náði að stoppa hann og stökk af baki öskuill og  sagði við hann að nú væri SS framundan og ekkert annað! Þremur vikum síðar fóru pístólurnar af honum blessuðum til Ítalíu. Við mældum þessa leið eitt sinn sem klárinn rauk og eru þetta cirka 5 kílómetra roka og það sem mér fannst leiðinlegast við þetta var að fólk var að æpa á mig að vera ekki að hleypa svona innanum börnin! Ég sem var að reyna að sveigja framhjá fólki og kallaði til þeirra að fara frá!!!!

Næst eignast ég Djákna frá Bakka í Vatnsdal.Hann var úr ræktuninni hans Lárusar í Grímstungu og svar sig vel í þá ætt.Harðduglegur á við 3 hesta í ferðalögum en leiðinlegt skap var í þessum hesti.Var með dynti og stæla við mann.Ég náði þó að gera hann sæmilega reiðfærann og fór á honum Hamradalinn og inní Krókamýri og þvílíkt brokk í einum hesti! Ég var með kúkabragð í munninum í marga daga á eftir!!!Vinkona mín hún Gudda verslaði hann af mér eftir að ég ákvað að ég og Djákni ættum ekki skap saman.

Næst er það Mömmustrákurinn hann Biskup minn:)Ég gæti endalaust pikkað um hann en hann er sá draumahestur sem allir þyrftu að fá að kynnast.Hann var sjálftaminn,þurti ekki að gansetja hann neitt sérstaklega því hann lyfti bara hausnum í 7 unda reiðtúrnum og fór að tölta svona fallega.Frábærlega ásetugóður og þolinn hestur.Brokkið er geggjað,yfirferð mikil og draumur að sitja því maður haggast ekki í hnakknum.Óskapleg yfirferð á töltinu líka.Notaður sem reiðhestur,tamningarhestur,smalahestur og keppnishestur í léttari keppnir.Hann hefur alltaf komið heim með pening um hálsinn á kellingunni sinni:)Hann er frábær karakter og skilur meir en önnur hross.
EN ég eyðilagði þennan góða hest.Hann er í dag orðinn kvíðariðinn og mun ég aldrei framar lána hann eða láta hann fara að heiman.Hann verður notaður bara við tamningar og kannski í létta reiðtúra inn á milli.
Eitt ráð frá mér til ykkar.Ef þið eignist svona góðan hest þá endilega hafið hann fyrir ykkur sjálf.

Skjóna er fyrsta reiðhryssan mín og var auðtamin og strax fyrir alla hvort sem það voru óvanir eða börn.Svakaleg fótlyfta á tölti og brokki og gaman að sjá fæturna á henni lyftast.Rosaleg yfirferð á töltinu og brokkinu.Frábær í allar tamningar og ekkert mál að stilla hana á annaðhvort hægt tölt,milliferð eða yfirferð.Sama átti við með brokkið.Svo gat maður bara vesenast í teymingarhestinum sem trippin voru bundin utaná.Skjóna vann áfram á þeim hraða sem hún var beðin um þangað til það kom önnur skipun frá knapanum.Hún var hrein snilld og stálörugg en því miður þá skaddaðist hún á afturfæti í ferðalagi.Núna er hún komin í folaldseignir og verður ekki sýnd eins og til stóð.
Reyndar átti ég aðra hryssu á sama tíma og Skjónu en það var hún Glódís undan Halastjörnu (móður Hrings) gömlu.Glódís var ágæt og tamdist vel og hratt eins og Skjóna.Var fyrir alla en sá sem ekki var alveg vanur gat átt í basli með að láta hana tölta hreint.Brokkið var mjög gott og líklegast átti hún til rífandi skeið en það var ekki hreyft við því.Hún var undan næst hæðst dæmda Náttfarasyninum sem er löngu farinn út.Ég sé alveg svakalega eftir því að hafa selt hana en hún gjöreyðilagðist í höndunum á nýjum eigendum og fór að rjúka og vera með læti.
Þetta er orðinn heillangur pistill um hrossin mín en fleiri hross hef ég átt en þetta eru helstu reiðhestarnir mínir.
Engar myndir í kvöld gott fólk .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15