Heimasíða Ásgarðs

20.02.2007 01:15

DNA sýnataka!

Falleg mynd sem Ragnheiður Elfa tók hér eitt sumarið:)

Jæaja gott fólk.

Við erum búin að vera svo iðin og dugleg síðustu daga að það hálfa væri nóg.Hesthúsið að vera miklu fínna en til stóð útfrá en við skelltum okkur í málningargalla líka og máluðum veggi þannig að folöldin og stóðhestarnir héldu að þetta væri allt annað hesthús en þau voru vön að labba inní.

Glenna er meira að segja mætt þangað með hann Pjakk sinn en það var alveg orðið tímabært fyrir þauu að komast innanum fleiri hross áður en Pjakkur væri orðinn fullviss um að hann væri maður en ekki folald:)

Núna í byrjun Mars kemur Halla Eygló frá Búnaðarsambandi Suðurlands til að taka DNA sýni úr ræktunarmerunum hér á bæ og flestum folöldunum.Þeir sem eiga hér folöld eru beðin um að láta mig vita hvort þeir vilji taka þátt í þessari sýnatöku en þetta er nauðsynlegt að gera við að minnsta kosti merfolöld og merar sem verða notuð í framtíðinni sem ræktunargripir.Nú þeir sem eiga hér stóðhesta eða ungfola (punga:)þurfa ekki frekar en þeir vilja að láta taka strokusýni því að þegar að folarnir þeirra verða td byggingardæmdir eða sýndir þá þurfa þeir hvort sem er að fara í blóðprufu sem send verður út til Svíþjóðar til að staðfesta rétt faðerni.Hér eru allar upplýsingar um skýrsluhald í hrossaræk ef þið viljið lesa ykkur betur um það:

  Skýrsluhald í hrossarækt


Bændasamtök Íslands halda utan um miðlægan gagnagrunn á netinu um íslenska hestinn. Þessi gagnagrunnur hefur fengið nafnið WorldFengur enda aðgengilegur öllu áhugafólki um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um alla kynbótadóma, ætterni, kynbótamat, uppruna, ræktendur, eigendur, afdrif og einstaklingsmerkingar. Inn í þennan gagnagrunn senda hrossaræktendur upplýsingar um sín ræktunarhross gegnum skýrsluhald í hrossarækt. Í dag eru öll aðildarlönd FEIF aðilar að WorldFengnum, að Frakklandi, Færeyjum og Kanada undanskildum.

Skýrsluhald í hrossarækt er lykilatriði í ræktun íslenska hestsins en með því er haldið utan um mikilvægustu upplýsingarnar, ætternið. Án þeirra væri ekki um neitt ræktunarstarf að ræða. Bændasamtök Íslands hafa yfirumsjón með skýrsluhaldinu í samvinnu við búnaðarsamböndin.

Hvað þarf til að gerast þátttakandi?
Hafa samband við viðkomandi búnaðarsamband eða Bændasamtök Íslands og óska eftir því að fá senda folaldaskýrslu. Ræktandinn fær úthlutað númeraröð sem hann notar síðan á sín hross. Ef viðkomandi á hross sem ekki eru grunnskráð er nauðsynlegt að byrja á því að skrá þau. Það er hægt að gera með því að fylla út grunnskráningareyðublöð sem hægt er að nálgast undir eyðublöð hrossaræktarinnar hér undir áhugavert. Grunnskráningarblöð má einnig nálgast hjá búnaðarsamböndunum eða BÍ. Hrossaræktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands veitir aðstoð við grunnskráningar ef þess er óskað. Þátttakendur fá síðan senda folalda- og afdrifaskýrslu á hverju hausti.

Hvað segir fæðingarnúmerið okkur?
Út úr fæðingarnúmerinu má lesa fæðingarár, kyn, landssvæði og bæjarnúmer. Bæjarnúmer er það númer sem viðkomandi ræktanda er úthlutað um leið og hann gerist þátttakandi í skýrsluhaldinu. Hér fyrir neðan eru tekin tvö dæmi:

Hvað má lesa úr eftirfarandi númeri IS1999187106?

Fæðingarland Fæðingarár Kyn Landssvæði Bæjarnúmer
IS (Ísland) 1999 1 (hestur) 87 (Árnessýsla) 106 (ræktandi)

Hvað má lesa úr eftirfarandi númeri IS2001285810?

Fæðingarland Fæðingarár Kyn Landssvæði Bæjarnúmer
IS (Ísland) 2001 2 (hryssa) 85 (V-Skaft) 810 (ræktandi)

Gæðaskýrsluhald
Árið 1998 var tekið upp gæðavottað skýrsluhald til að koma til móts við þær kröfur að auka öryggi á ætternisupplýsingum. Folöld fædd 1999 voru fyrstu gripirnir sem komu til skráningar í þessu nýja kerfi. Enn sem komið er er aðeins lítill hluti hrossastofnsins með þessa vottun, af folöldum fæddum 2001 eru aðeins um 30% með A-vottun. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvað þarf til að fá folald A-vottað en þetta er í raun einfalt ferli. Í stuttu máli eru það þrjár skýrslur sem þurfa að berast fyrir ákveðinn tíma til skráningar. Nánari útlistun á hverri fyrir sig er að finna hér fyrir neðan.

1) FANGVOTTORÐ/ STÓÐHESTASKÝRSLUR
Fangvottorðið fyllir hryssueigandinn út en lætur síðan umsjónarmann stóðhestsins undirrita þannig það sé staðfest að hryssan hafi verið hjá viðkomandi stóðhesti. Ef hryssan er ómskoðuð vottar dýralæknir það með sinni undirskrift. Ef ræktandi leigir stóðhest sem er í öllum hans hryssum getur hann valið þá leið að fylla út stóðhestaskýrslu. Einstaka umsjónarmenn stóðhesta skila inn slíkum skýrslum en það er alfarið á ábyrð hryssueigandans að kanna hvort það sé gert. Þessum skýrslum ber að skila fyrir 31.12 árið sem hryssan fékk.
2) FOLALDASKÝRSLA
Næsta skýrsla er folaldaskýrslan en hún er send þeim sem eru þátttakendur í skýrsluhaldinu. Þessi skýrsla kemur hálfútfyllt og þar eru listaðar allar hryssur viðkomandi ræktanda, auk þess kemur fram nafn og númer þess stóðhests sem hryssan var leidd til (sbr. fangvottorð síðasta árs). Það eina sem ræktandinn þarf að gera er að merkja við hvort hryssan hafi verð geld, látið eða kastað. Ef hryssan hefur kastað er gert grein fyrir kyni, lit, einstaklingsnúmeri (sem ræktandinn getur valið úr sinni númeraröð) og afdrifum folaldsins. Þessi skýrsla þarf að berast BÍ eða búnaðarsamböndunum fyrir 31.12 árið sem folaldið fæðist.
3) SKÝRSLA UM EINSTAKLINGSMERKINGU
Lokastigið er síðan einstaklingsmerking folaldsins og eru þá jafngildar örmerkingar- og frostmerkingar. Folaldið skal merkja þegar við móðurhlið. Þegar um er að ræða folald í gæðavottuðu skýrsluhaldi er nóg að fram komi á vottorðinu fæðingarnúmer, nafn og uppruni folaldsins auk frost- eða örmerkis. Mikilvægt er að bæði merkingamaður og eigandi/ umráðamaður skrifi undir skýrsluna. Þessi skýrsla verður að berast til BÍ eða búnaðarsambandanna fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæddist. Lista yfir frost- og örmerkingarmenn á Suðurlandi má finna undir "Áhugavert" hægra megin á síðunni.

Hafi þessar þrjár skýrslur skilað sér á réttum tíma fær folaldið gæðavottun á ætternisupplýsingar og er það tekið fram á upprunavottorði ef til útflutnings kemur. Haustið 2002 fengu öll A-vottuð folöld útprentað eignarhaldsskírteini en það skírteini á að fylgja hrossinu sé það selt.

Er hægt að fá gæðavottun eftir öðrum leiðum?
Ef hross hefur af einhverjum ástæðum ekki fengið A-vottun er hægt að fara þá leið að sanna ætternið með DNA-ætternisgreiningu. Dýralæknir tekur þá blóðprufu úr hrossinu og það er síðan sent til greiningar í Svíþjóð. Kostnaður við þetta er þó nokkur, greiningin kostar um 5.000 kr og eitthvað tekur dýralæknirinn fyrir blóðtökuna. Algengt verð fyrir blóðtöku og greiningu er 10.000 kr.

Afdrifaskýrsla
Hvort sem þátttakendur í skýrsluhaldi eru virkir í gæðaskýrsluhaldi eða ekki fá þeir allir senda afdrifaskýrslu. Á afdrifaskýrslunni koma fram öll hross viðkomandi ræktanda og þar er hægt að gera grein fyrir hvað verður um hvert hross, s.s. sölu, geldingu og förgun. Brýnt er að nafn og kennitala kaupanda komi skýrt fram þegar eigendaskipti eru gerð.
Eigendaskiptablað
Eigendaskipti á skýrslufærðum hrossum eru skráð eftir tveim jafngildum leiðum, á afdrifaskýrslu eða á eigendaskiptablað. Eigendaskiptablöðin hafa þann kost að þeim má skila inn til skráningar hvenær sem er ársins en það er eðlilegast að gengið sé frá eigendaskiptum strax og sala hefur átt sér stað. Hægt er að sækja eigendaskiptablað undir eyðublöð hrossaræktarinnar.

Við Hrókur erum að fara á námskeið á morgun og var ekki seinna vænna að príla á bak drengnum í kvöld en hann hefur ekki verið notaður sem reiðhestur í bráðum 2 ár.Auðvitað fann ég ekki eitt eða neitt og fyrir rest lá mér svo á að ná að komast á bak fyrir myrkur að ég var að fara að þræða band í mélin sem taum en sem betur fer var ég ekki búin að því þegar að tveir Jónar duttu inní hesthús skælbrosandi með hest sem ég var að fá til mín.Auðvitað ákvað ég að fá annann Jóninn í hnakkinn en nei"........ekkert svoleiðis stóð til boða ég skildi fyrst fara á bak Hrók til að sýna þeim að hann myndi nú eftir öllu saman .Auðvitað var mömmustrákurinn minn ekkkert nema gæðin við kellinguna sýna,hvað annað .Nú vildi ég fá Jón Gísla til að fara á bak Hróknum mínum svona til að fá að sjá einhverja takta hvað annað! Vá"ég var eitt bros þegar að hann kom á klárnum til bara nánast vinkilhágengum og bara flottum í höfuðburði! Bara venjulega sveitajárnaður og ekkert vesen .

Ég er enn að jafna mig á því sem ég sá um daginn og því sem ég sá í dag! Daginn eftir að það kom frétt í RUV um Hrafnager í RVK þá komu þessis svörtu hrægammar fljúgandi hér yfir í flokkum og settust á kindur vinafólks okkar og byrjuðu að kroppa ullina af bakinu á þeim! Ég hringdi strax í þa og þegar að féð var komið á hús þá voru 3 svona kropaðar en ekki tókst þeim þó að blóðga þær.

Í dag var ég að keyra út rúllum í merarnar og þá komu þessir andsk...ar og gerðu sér lítið fyrir og settust á bakið á merunum,fikruðu sig svo alveg aftast á þær og reyndu hvað þeir gátu að kroppa í endagörnina á skepunum!!!!! Einn hékk í taglinu á Snót gömlu sem var nú ekkert að hreyfa sig mikið enda öllu vön úr Reiðskólanum en hann rann alltaf niður taglið á henni en upp flaug hann ítrekað aftur og reyndi allt hvað hann gat til að gogga í hana undir taglinu!Ógeð!!!! Svo eru þessi kvikindi á Válista!!!!!

En endilega að senda mér póst þeir sem vilja fá DNA test á hrossið sitt.Eina sem þarf að vera er að hrossið sé skráð og örmerkt.Örmerkingarmanneskja verður sama dag á svæðinu.Hér er netfangið okkar herbertp@simnet.is

Þeir sem vilja fá Höllu Eygló í sín stóð eða hesthús endilega láta líka vita og ég kem þeim upplýsingum til hennar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 536460
Samtals gestir: 57154
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 01:30:17