Heimasíða Ásgarðs

17.02.2007 22:40

Busla að lóða

Þá er ballið að byrja,vorið á næsta leyti og Buslan farin að lóða.Hún hefur það svakalega gott og er öll hin brattasta.Eftir helgina fer hún í læknisskoðun og röngten og þá verður það ákveðið hvort henni er ekki óhætt að kynnast honum Kubb frá Norðurkoti sem er mjög gæflyndur og góður hundur þrátt fyrir að breytast í hið svakalegasta veiðidýr þegar að hann er á minkaveiðum.Hann er með mjög svipaða kosti og hún Busla en bæði eru afar þrjósk og finna minkinn á miklu dýpi og þá er best að hlýða og fara að moka.Bæði eru mjög geðgóð og þægileg í umgengni.Þannig að það verður mjög líklega got í vor.Þeir sem vilja fá hvolp er bent á að panta sem fyrst.Hvolparnir koma til með að kosta einhverja peninga einsog vanalega.Reyndar eru tveir líklega strax pantaðir en dýralæknirinn hennar Buslu sem reddaði henni alveg fær tíkarhvolp og svo verður náttúrulega eigandi hans Kubbs að fá folatoll fyrir lánið á Kubb.Hann á fyrsta val og vonandi að það komi fleiri en ein tík því ég vil endilega að dýralæknirinn hennar Buslu fái tík undan henni .

Kubbur kom í heimsókn í dag með eiganda sínum svona rétt til að Busla fengi að sjá herrann áður en að alvörunni kæmi en hún getur verið erfið með að parast við hvaða hund sem er.Buslu fannst Kubbur ekkert voðalega hættulegur hundur og verður spennandi að vita hvort þetta smellur ekki allt saman þegar að hún er alveg tilbúin.

Tobba Anna alltaf á öðru hundraðinu!!!!Kubbur alveg steinhissa á látunum í henni:)

Kubbur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar að hann sá allar tíkurnar fjórar á bænum! Sú sem mest hafði gaman að leika við hann var hún Móna sem breytti um nafn nýverið.Hún hlýddi ekki nafninu sínu þannig að við urðum að breyta aðeins hvolpakallinu sem hún hlýðir svo vel.Við höfum alltaf kallað í hvolpana á sama hátt en við köllum "poppana"og þá koma allir popparnir (poppy) hlaupandi.Þannig að við endurskýrðum hana upp og núna heitir hún Tobba Anna.Alveg snilld því að hún kom frá Tobba og Önnu:)

Skvetta Busludóttir tók ekki vel á móti Kubb greyinu sem tókst á loft þegar að hún rauk í hann!Flott moment hehehehehehehe........Kubbur lifði það nú af:)

Annars er allt við það sama hér.Enn verið að moka út skít en á morgun klárast hesthúsið ef það verður ekki gestagangur mikill.Nú ef það koma gestir þá er bara að virkja þá einsog ein góð sagði og láta þá hafa skítagaffla í hönd .

Núna sit ég og bíð eftir að frétta hvernig Suðurnesjadömunum gekk á svellkaldar konur en það fóru minnsta kosti 4 af Suðurnesjunum á svellið.Tinna Rut,Sunna Sigga, Ólöf Rún og Elva Björk.Ef einhver hefur fréttir þá endilega láta vita hérna fyrir neðan!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15