
Frigg Ögradóttir (Glampasonur) og Dímon Glampasonur eru mjög góðir vinir.
Það er búið að flug ganga að moka með Skítavélinni hehehehehe. Hrossin eru búin með tvær rúllur og standa alveg á blístrinu.Tími kominn líka til að fá að koma inn aftur í nýmokað hesthúsið og fá lýsið,steinefnin og vítamínið sitt útá heygjöfina inni sem ekki var hægt að gefa úti.

Glófaxi í miðjunni,Frigg og Þór sitthvoru megin við hann.
Við tókum okkur til í dag og ákváðum að skella okkur í Bónus en kotið var orðið ansi tómlegt hvað varðaði mat.Það er líka miklu betra að versla í Bónus heldur en í td Samkaup sem er miklu dýrara og svo var ég næstum gengin inní mitt rán þar um daginn! Það voru 3 Lögreglubílar þar fyrir utan og þorði maður varla þarna inn! Sem betur fer þá náðust þjófarnir og enginn slasaðist í ráninu þó kassadömunum hafi verið mjög svo brugðið.Best að fara bara í Bónus,það er allt svo ódýrt þar að það tekur því ekki að standa í að ræna þar
.
Góðar fréttir af honum Pjakk litla folaldi.Hann er orðinn svo sterkur að ég ákvað í dag að ég tek hann ekki oftar í hesthúsið með handafli
.Hann er orðinn svo hrikalega sterkur og ræð ég ekki lengur við að hemja hann svona þannig að ef hann ætlar að vera óþekkur að koma inn þá verður hann bara að dúsa útí rétt þartil honum fer að leiðast."Amma" úr Reykjavík kom í dag með brjóstakem handa Glennu og var Pjakkurinn ekki lengi að sjúga það af merinni.Ekki slæmt að honum skildi finnast í lagi með breytt bragð af spenunum:)Kannski er þetta bragðlaust krem! Ég verð bara að kreista úr túpunni og smakka hehehehe.
Jæja þá gott fólk.Þá er ég búin að meðhöndla og skoða hana Óskýrðu Hróksdóttur (dökkjörp) og er hún vel söluhæf og fer hérmeð á sölulistann.Ég ætla að bíða eftir því að 50 kjósi um nafn á henni í skoðanakönnunni og þá fær hún það nafn sem flesta kosningu fær.Það eru firnaflottar hreyfingar í henni og gaman að vinna með hana þrátt fyrir að hún sé stygg ennþá.Veður um á hágengu brokki og er hin montnasta.Virkilega vakandi og spennandi folald/trippi.

Mikil yfirferð á brokkinu og stingur hún flest hinna folaldanna af.

Verð að skella hér inn mynd af honum Snúð litla sem er algjört krúttípútt og var hann settur í einn stallinn svo Pjakkur hreinlega hlypi hann ekki niður.Ekki var hann Snúður neitt hrifinn af því og setti upp stúrinn Snúðasvip! Krúttlegur
!!