Heimasíða Ásgarðs |
||
12.02.2007 01:50Hringur kominn og Skjóna litla9 Febrúar. Hringur kallinn er kominn heim og ég get ekki séð að hann sé neitt haltur og ekkert virðist ama að klárnum.Hann er bara óskaplega fallega feitur og pattaralegur þannig að ég setti hann útí rúllu hehehehehe.Eins gott að hann fari nú ekki að missa nein kíló klárinn! 10 Febrúar Congratulation Karin! Your Skjóna is looking great! Skjóna hennar Karinar í Sviss er komin heim í Ásgarðinn og er stór miðað við að vera September folald.Ekki til að hún sé stressuð,aðalega reið yfir því að finna ekki mömmu sína og sopann sem þar er.Þá eru þau folöld sem ég var búin að lofa að taka í vetur að verða búin að skila sér í Ásgarðinn.Allir regnboganslitir og gaman að líta yfir hópinn:) Við gerðum rúllutalningu í dag og held ég barasta að heyið dugi framá græn grös og þá er ég ánægð.Eins gott að heyið er vel á borið og innihaldið reyndar í sterkara lagi því í haganum eru sums staðar lellur svipaðar og koma úr kúm.Talandi um áburðinn! Við fengum ásamt svo mörgum öðrum gallaðan áburð í fyrra sem vont var að bera á vegna þess hve kekkjóttur hann var.Stundum dreifðist vel úr dreifaranum og stundum kom ekkert.Túnin urðu svolítið skringilega röndótt á köflum en allt gekk þetta þó upp fyrir rest og allur áburður komst á þó með harmkvælum frá bóndanum:) Við fengum afsökunarbréf í haust frá þeim sem seldi okkur áburðinn og núna um daginn fengum við inneignarnótu með ásættanlegri upphæð á og ætlum ekkert að vera að kvarta meir Busla var dugleg í dag og stökk sjálf uppá rúllu sem búið var að taka plastið af.Síðan kom "pabbi"og tók rúlluna og hún dinglaði þarna aftaná himinlifandi með þetta allt saman Merarnar að úða í sig heyinu. Boggi og Eygló komu færandi hendi frá Kanarí! Ég bókstaflega hrundi í það og stend í Tobleroni þessa dagana.Nammi namm........svo fékk maður líka öl til að skola súkkulaðinu niður með Veðrið er búið að vera með eindæmum gott og ekki amalegt að taka myndir af hrossum og öðrum ferfætlingum.Hér er ein hressileg af litum á fleygiferð! Það eru góðar fréttir af honum Pjakk litla.Bara ef ég ætti vigt sem vigtaði hann! Ég ætlaði að gera einsog ég er vön þegar að hann er óþekkur að koma inn og tók ég í hnakkadrambið (faxið) á honum og ég réði illa við hann og hann er að verða svo sterkur og mikill tappi! Hann hefur greinilega þyngst og svo er maður farinn að skila þessum fínu folaldaspörðum og allt! Hann er búinn að vera að dunda sér við það síðustu dagana að éta skítinn úr mömmu sinni og þótti einhverjum nóg um hjá honum en þetta er allt í stakasta lagi og flest ef ekki öll folöld gera þetta til að koma reglu á þarmaflóruna hjá sér.Einhverjum sem var hér og sá þetta vidli endilega eignast svona hest því þá þyrfti hann/hún ekki að moka hesthúsið hjá sér hehehehehehe. Hérna er myndasyrpa af drengnum sem á virkilega bágt með að stoppa!!!! Lagt af stað! Flottastur!!!!! Hlaupa hlaupa....... Það er eins gott að vera ekki fyrir drengnum! Og hvernig endar þetta alltaf hjá krökkunum! Hann datt kylliflatur og hljóp skælandi til mömmu
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is