Heimasíða Ásgarðs

09.02.2007 14:26

Rjúpa heimsótt

Askur Stígandasonur liggur á meltunni í sólinni.

Veðrið er búið að vera glæsilegt síðustu dagana þó kalt sé.Frábært veður fyrir útiganginn að belgja sig út af heyi og leggjast svo á meltuna.Það er búið að vera ótrúlega rólegt hjá okkur hér í Ásgarðinum síðustu dagana og erum við þá náttúrulega farin að skipuleggja önnur verkefni einsog að moka útúr stóðhestahúsinu og kanínuhúsinu.Upplagt að nota veðurblíðuna til þess því hrossin þurfa að bíða úti við á meðan mokað er.

Við skelltum okkur því í Helgadalinn til að sækja okkur Agro Mac liðstýrða vél sem er hreint út sagt frábært tæki til að nota við bústörfin.Þetta apparat ætti hver bóndi að eiga því það er hægt að fá allan fja......framaná og meira að segja bacho aftaná til að grafa skurði.Þetta tæki nýtist sem götusópari,staurabor,skítamokari og margt margt fleira.Verst að svona apparat kosta marga peninga og þá eigum við ekki í augnablikinu þannig að við "leigjum"tækið einu sinni á ári og erum himinlifandi með það .

Rjúpa er ekkert smá ástfangin af tamningarmanninum sínum! Elti hann á röndum um allt .

Við kíktum í leiðinni á Rjúpu Hróksdóttir sem var nú reyndar búin að fara í reiðtúr en aðalatriðið var nú að borga manninum fyrir vinnuna sína við merina.Það gengur alveg svakalega vel með hana og lyginni líkast hreinlega.Merin er ekki nema 3ja á fjórða vetur og kom hún til Hilmars þegar að allt var á kafi í snjó og hann komst ekki í hringgerðið með hana því það var fullt af snjó.Þá notaði hann bara gerðið fyrir utan hjá sér og svo götuna og áður en hann vissi þá var hann farinn að ríða henni um allann Víðidalinn! Hún brokkar vel,töltið er laust en ballansinn er ekki góður því hún er svo hrikalega stór og mikil lengja.Henni er alveg sama þó hann fari nýjar reiðleiðir,hann segir hana svo örugga með sig að það skipti ekki máli.Sem betur fer þá sagði ég Hilmari það að hann mætti eiga von á því að merin myndi sunka saman á fyrstu dögunum því ég hefði tekið hana inn í fyrra úr rúllu og eftir fjóra daga þá blöskraði mér svo hvernig hún leit út að ég henti henni aftur útí rúllu! Hún gerði þetta sama hjá honum en hún er svo svakalega bollétt að hún lítur út fyrir að vera grönn sem hún er alsekki.Hilmar tók á það ráð að gefa henni 4 sinnum á dag og var hún frekar óþekk fyrstu dagana að borða hjá honum og vill hann meina að hún sé vön að geta valið úr að vild í rúllu sem er alveg rétt .Hún er sami matargikkurinn og ég var hehehehehehe.Hún er svakalega flott hjá honum og er farin að rjúka úr hárum og breyta um lit.Grái liturinn er að breiðast yfir hana og þá sést það svart á hvítu að hún er litförótt en ekki bara sótrauð.Ég er svaka spennt að finna mér tíma til að komast inneftir í góðu og björtu veðri með cameruna og mynda Rjúpuna mína í reið.Næsta skref er að fara með hana til hans Agnars Þórs og þar verður svo ákveðið með framhaldið.Mig grunar að ég fari bara með merina í byggingardóm í vor og jafnvel setji hana undir stóðhest og láti hana eiga eitt folald svona til að þroska hana aðeins hvað varðar skrokkinn sem er ansi fínlegur og mætti alveg við því að styrkjast og þroskast meir.Ég ætla ekkert að flýta mér með hana í kynbótabrautina,það borgar sig ekki.Góðir hlutir gerast hægt ekki satt?

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535644
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:19:19