Heimasíða Ásgarðs

30.01.2007 22:15

Bloggleti

Meiri letin í manni þessa dagana.Langar varla að blogga því það er búið að vera svo leiðinlegt myndavélaveður og þá er ekkert gaman að blogga.Reyndar fáið þið kanski klígju við myndinni hérna fyrir neðan nema að þið séuð svo miklir dýravinir að ykkur finnist hún sæt þessi skepna einsog einni góðri vinkonu minni þótti þegar að ég sendi henni póst um daginn með þessari hræðilegu skepnu í!

Og það er allt henni Buslu minni að þakka að ég veiddi þessa skepnu í gildruna því Buslan varð alveg óð einn daginn og lét einsog það væri stór mús undir brettum hérna fyrir utan húsið en ég hafði reyndar séð óvanalega stór "músaspor" hér fyrir utan um daginn og það staðfesti Busla mín með miklum æsing og kallaði hún ekki Úlfur Úlfur heldur Rotta Rotta! Þetta er fjórða rottan sem við verðum vör við hérna í Ásgarðinum í 10 ár.Við fengum þá skýringu á því með fyrri Rotturnar hjá Heilbrigðiseftirlitinu að þær hefðu að öllum líkindum dottið af ruslabílnum sem kemur frá Sandgerði.Hér ættu ekki að vera Rottur og leið okkur mun betur með þær upplýsingar.Núna eru þær að flýja stórvirkar vinnuvélar sem eru að gera grjótvarnargarða hér og auðvitað koma þær til okkar og eru alveg vissar um að við viljum hafa þær ojjjjjjjjjjj..........

Kallinn minn fékk lánaða Gröfu um daginn til að ýta við síðustu sköflunum svo hægt væri að sinna öllum bússtörfunum.Það er frábært að geta fengið hana lánaða þegar að mikið liggur við.Það var svo gaman hjá honum að hann gat engan skafl séð í friði hvort sem hann var stór eða lítill .

Nú er hann Hringur minn að koma heim líklega á morgun.Hann þurfti endilega að snúa sig svona illa á framfæti að hann er að fara í frí og dekur.Ég er búin að taka hann af sölulistanum um sinn og verður hann bara hér heima við að dingla sér í rúllu.svo sé ég til með famhaldið hvernig hann verður.Ein góð sem er svo agalega hrifin af honum spurði mig hvort hann væri ekki þá bara kominn á útsölu en ég sagðist nú fyrst verða að sjá hversu haltur hann væri hehehehehehe.Nei"svona má maður ekki segja um litla dekurdrenginn sinn .

Það kom hingað eldhress dama úr Skagafirðinum að versla sér Castor Rex kanínur og verslaði hún allt sem ég átti til sölu og núna er ég alveg ren og á engin söludýr eftir.Er þá ekki ráð að fara að kveikja líf í kanínunum og fara að para þær! Nú og svo vildi svo skemmtilega til að ég fékk gefins þennan svakalega fallega Loop högna og þarsem ég vissi að hann kom frá stelpunum í Framtíðaræktun þá hleypti ég honum inná búið hjá mér .Þetta er svakalega fallegur Glæsissonur og þá er ég ekki lítið ánægð því ég á þá tvo undan Glæsi heitnum.

Glæsir við uppáhalds iðju sína .

Við fórum í bæinn í dag að sækja meira sag og reyndar sótti Hebbi sag í Reykjavíkina líka í gær.Það fer alveg óskaplega mikið af undirburði undir folöldin útí húsi og stóðhestana.Þetta er fínt í bland við hálminn en sem betur fer þá á ég hálm fyrir veturinn en ég lúri á honum einsog ég get.

Hvernig er þetta með fólk,ætlar enginn að kaupa síðasta folaldið í Ásgarðinum?Reyndar hef ég ekki gert mikið af því að ota henni fram en Iðunn er að blómstra út og verður ábyggilega töff reiðhryssa í framtíðinni.Best að skella inn mynd af henni sem að hún Magga tók um daginn,ferlega góð mynd hjá þér Magga!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535644
Samtals gestir: 57087
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 21:19:19